Hver er viðbótarkostnaður ESB-ríkjanna þegar þau fara með formennsku í ráðinu?
Spyrjandi
Jóhannes Finnur Halldórsson
Svar
Aðildarríki Evrópusambandsins skiptast á að fara með formennsku í ráðinu á hálfs árs fresti. Formennska í ráðinu er nánar skilgreind í svari við spurningunni Hvað felst í því að fara með formennsku í ráðinu? Aðildarríkin ákveða sjálf hversu miklum fjármunum þau eyða í sinni formennskutíð. Kostnaðurinn er því breytilegur eftir ríkjum. Formennska Þýskalands í ráðinu á fyrri helmingi ársins 2007 er talin hafa verið sú dýrasta fram til þessa en kostnaðurinn við hana nam 180 milljónum evra eða tæplega 30 milljörðum íslenskra króna á genginu 164. Formennska Danmörku á fyrri hluta ársins 2012 kostaði til samanburðar 35 milljónir evra eða tæplega 6 milljarða íslenskra króna á núverandi gengi og er talin með þeim ódýrustu fram til þess tíma.Ártal | Misseri | Formennskuríki | Kostnaður (í milljónum evra) |
---|---|---|---|
2013 | Haustmisseri | Litháen | 62 (áætlaður kostnaður) |
Vormisseri | Írland | 60 | |
2012 | Haustmisseri | Kýpur | 46 |
Vormisseri | Danmörk | 35 | |
2011 | Haustmisseri | Pólland | 115 |
Vormisseri | Ungverjaland | 85 | |
2010 | Haustmisseri | Belgía | 59 |
Vormisseri | Spánn | 55 | |
2009 | Haustmisseri | Svíþjóð | 90 |
Vormisseri | Tékkland | 124,5 | |
2008 | Haustmisseri | Frakkland | 171 |
Vormisseri | Slóvenía | 62 | |
2007 | Haustmisseri | Portúgal | 67 |
Vormisseri | Þýskaland | 180 |
- How much does a Presidency cost? | Jon Worth. (Skoðað 30.9.2013).
- Présidence du Conseil de l´UE: le choc des communications nationales | Décrypter la communication européenne. (Skoðað 3.10.2013).
- Budget & Sponsors | Presidency & EU | Lithuanian Presidency of the Council of the European Union 2013. (Skoðað 1.10.2013).
- Irish EU Presidency, About the Presidency : Cost effectiveness and sustainability. (Skoðað 1.10.2013).
- Cyprus EU Presidency´s cost down by 16 million Euros. (Skoðað 1.10.2013).
- As EU drowns in dept, Denmark to serve tap water - EUbusiness. (Skoðað 30.9.2013).
- eu2011.hu - Hungary is preparing for a cost-efficient, but professional Presidency. (Skoðað 1.10.2013).
- Bilan Chiffres FR - Voorzitterschap cijfers FR. (Skoðað 1.10.2013).
- La présidence espagnole du Conseil de l´Union Européenne. (Skoðað 1.10.2013).
- Sweden´s Presidency budget. (Skoðað 1.10.2013).
- Presidência portuguesa da União Europeia custou 67 milhões, mais seis que o previsto - PÚBLICO. (Skoðað 2.10.2013).
- PFUE: Union européenne, présidence française, rapport de la cour des comptes. En bref - Actualités - Vie-publique.fr. (Skoðað 3.10.2013).
- REPORT ON THE SLOVENIAN PRESIDENCY OF THE EU COUNCIL. (Skoðað 1.10.2013).
- Cyprus Presidency of the Council of the European Union 2012 - Gifts. (Skoðað 3.10.2013).
- File:Blue Eiffel Tower - European Union 2008.jpg - Wikimedia Commons. (Sótt 4.10.2013).
Hver er viðbótarkostnaður þess ríkis innan ESB, af því að sinna æðstu formennsku ESB í þá sex mánuði sem þjóðirnar sinna þeirri forystu í hvert skipti?
Um þessa spurningu
Dagsetning
Útgáfudagur11.10.2013
Flokkun:
Efnisorð
formennska ESB ráðið kostnaður Þýskaland Danmörk fjárstuðningur fundir ráðstefnur öryggi túlkun gisting starfsþjálfun embættismenn skreytingar
Tilvísun
Brynhildur Ingimarsdóttir. „Hver er viðbótarkostnaður ESB-ríkjanna þegar þau fara með formennsku í ráðinu?“. Evrópuvefurinn 11.10.2013. http://evropuvefur.is/svar.php?id=65936. (Skoðað 9.9.2024).
Höfundur
Brynhildur Ingimarsdóttiralþjóðastjórnmálafræðingur og fyrrverandi verkefnastjóri á Evrópuvefnum