Hvað felst í því að fara með formennsku í ráðinu?
Spyrjandi
N.N.
Svar
Aðildarríki Evrópusambandsins skiptast á að fara með formennsku í ráðinu í sex mánuði í senn. Samkvæmt ákvæði 16(9) sáttmálans um Evrópusambandið, í samræmi við 236. gr. sáttmálans um starfshætti Evrópusambandsins, fara fulltrúar aðildarríkjanna í ráðinu með formennsku í samsetningum ráðsins til skiptis, að undanskilinni þeirri sem fer með utanríkismál. Hlutverk formennskuríkisins er einkum tvíþætt:- Það sér um að undirbúa og leiða fundi og ráðstefnur á vegum ráðsins og hefur eftirlit með því að öll vinna fari vel fram í ráðinu. Formennskuríkið þarf því að tryggja góða samvinnu milli aðildarríkjanna og stuðla að samkomulagi þeirra á milli þannig að ákvarðanataka innan ráðsins gangi vel og snurðulaust fyrir sig.
- Það er fulltrúi ráðsins í samskiptum þess við aðrar stofnanir sambandsins, einkum Evrópuþingið og framkvæmdastjórnina. Þetta þýðir að formennskuríkið talar fyrir hönd aðildarríkjanna 28 í öllum viðræðum við þessar stofnanir. Ákvarðanir ráðsins eru í langflestum tilvikum teknar á grundvelli tillagna frá framkvæmdastjórninni og í samráði við Evrópuþingið, því er mikilvægt að formennskuríkið tryggi gott samstarf milli stofnananna.
![]() |
Ártal | Vormisseri | Haustmisseri |
---|---|---|
2013 | Írland | Litháen |
2014 | Grikkland | Ítalía |
2015 | Lettland | Lúxemborg |
2016 | Holland | Slóvakía |
2017 | Malta | Bretland |
2018 | Eistland | Búlgaría |
2019 | Austurríki | Rúmenía |
2020 | Finnland |
- Handbook of the Presidency of the Council of the European Union. (Skoðað 2.10.2013).
- What is the Presidency? | Presidency & EU | Lithuanian Presidency of the Council of the European Union 2013. (Skoðað 2.10.2013).
- Image Gallery | News | Lithuanian Presidency of the Council of the European Union 2013. (Sótt 4.10.2013).
Um þessa spurningu
Dagsetning
Útgáfudagur 4.10.2013
Efnisorð
formennska ráðið ESB aðildarríki Evrópuþingið framkvæmdastjórnin Lissabon-sáttmálinn leiðtogaráðið forseti formennskuríki Litháen
Tilvísun
Brynhildur Ingimarsdóttir. „Hvað felst í því að fara með formennsku í ráðinu?“. Evrópuvefurinn 4.10.2013. http://evropuvefur.is/svar.php?id=65993. (Skoðað 17.2.2025).
Höfundur
Brynhildur Ingimarsdóttiralþjóðastjórnmálafræðingur og fyrrverandi verkefnastjóri á Evrópuvefnum