Ráð Evrópusambandsins (e. Council of the European Union, einnig kallað ráðherraráðið (e. Council of Ministers) eða ráðið (e. Council)) fer með löggjafarvald í sambandinu ásamt Evrópuþinginu og samræmir stefnu og aðgerðir aðildarríkjanna í fjölmörgum málaflokkum. Ráðið hefur aðsetur í Brussel þar sem það fundar reg...
Flestar lagagerðir Evrópusambandsins (reglugerðir, tilskipanir og ákvarðanir) eru samþykktar með almennri lagasetningarmeðferð (e. ordinary legislative procedure). Hún felst í því að Evrópuþingið og ráðið hafa samráð um mótun nýrrar gerðar og að samþykkt hennar krefjist samþykkis beggja stofnana (289. gr. sáttmála...
Viðskiptastefnunefnd ESB (e. Trade Policy Committee) heyrir undir ráðið og í henni sitja fulltrúar allra aðildarríkjanna og framkvæmdastjórnarinnar. Hlutverk nefndarinnar er meðal annars að aðstoða framkvæmdastjórn sambandsins í fríverslunarviðræðum við önnur ríki eða ríkjahópa utan sambandsins, innan þess ramma s...
Evrópska lögregluskrifstofan (e. European Police Office, EUROPOL) er löggæsla Evrópusambandsins. Hlutverk hennar er að aðstoða aðildarríkin við að uppræta alþjóðlega glæpastarfsemi. Lögregluskrifstofan vinnur einnig náið með löggæsluyfirvöldum í ríkjum sem ekki eru aðildarríki Evrópusambandsins, svo sem Kanada, Ás...
Flestar lagagerðir Evrópusambandsins eru samþykktar með almennri lagasetningarmeðferð þar sem Evrópuþingið og ráðið hafa sama vægi í löggjafarferlinu. Í sérstökum tilvikum er afleidd löggjöf ESB hins vegar samþykkt af hálfu ráðsins með þátttöku Evrópuþingsins eða, í örfáum tilfellum, af hálfu Evrópuþingsins með þá...
Stjórnmála- og öryggisnefnd Evrópusambandsins (e. Political and Security Committee, PSC) var komið á fót með ákvörðun ráðsins (2001/78/CFSP) árið 2001 í þeim tilgangi að fylgjast með ástandi alþjóðamála á þeim sviðum sem sameiginleg stefna í utanríkis- og öryggismálum tekur til. Nefndin hefur aðsetur í Brussel og ...
Nefnd fastafulltrúa aðildarríkjanna (fr. Comité des représentants permanents, COREPER) gegnir því hlutverki að undirbúa fundi ráðherraráðsins. Öll mál sem koma fyrir nefndina eru rædd og skjöl yfirfarin áður en þau fara fyrir ráðherraráðið. Nefnd fastafulltrúanna skiptist í tvær aðskildar nefndir sem hvor um sig h...
Sáttmálum Evrópusambandsins er hægt að breyta eftir tveimur leiðum. Annars vegar í samræmi við hefðbundna endurskoðunarmeðferð og hins vegar með einfaldaðri endurskoðunarmeðferð (48. grein sáttmálans um Evrópusambandið, SESB).
Hefðbundinni endurskoðunarmeðferð má lýsa með eftirfarandi hætti:
Ríkisstjórn hvaða ...
Varnarmálastofnun Evrópu (e. European Defence Agency) var stofnuð árið 2004 og hefur aðsetur í Brussel í Belgíu. Hún er liður í sameiginlegri stefnu ESB í öryggis- og varnarmálum og hefur það hlutverk að:
þróa varnarbúnað og getu til hættustjórnunar,
auka rannsóknir og tækniþekkingu á sviði öryggis- og varnarmál...
Leiðtogaráðið (European Council) er skipað leiðtogum aðildarríkjanna, yfirleitt forsætisráðherrum en til dæmis er Frakklandsforseti fulltrúi Frakka í ráðinu. Einnig situr í ráðinu sérstakur forseti sem undirbýr fundi þess, stýrir þeim og kemur fram í nafni ráðsins. Leiðtogaráðið heldur fundi allt að fjórum sinnum ...
Alþjóðahafrannsóknaráðið (e. International Council for the Exploration of the Sea, ICES) er alþjóðleg vísindastofnun. Stofnunin er sú elsta sinnar tegundar en hún var stofnuð árið 1902 í Kaupmannahöfn. Aðildarríki ráðsins eru 20 talsins þar af 15 ESB-ríki, Belgía, Bretland, Danmörk, Eistland, Finnland, Frakkland,...
Með Lissabon-sáttmálanum tók gildi ákvæði um svonefnt Borgarafrumkvæði Evrópu (e. European Citizens' Initiative, ECI) (11. grein sáttmálans um Evrópusambandið). Samkvæmt því getur ein milljón ESB-borgara, frá í það minnsta sjö aðildarríkjum, óskað eftir því við framkvæmdastjórnina að hún leggi fram tiltekna tillög...
Samstarf aðildarríkja Evrópusambandsins er yfirþjóðlegt (e. supranational). Við inngöngu í sambandið framselja ríki stofnunum sambandsins hluta fullveldis síns. Aðildarríkin deila þannig fullveldi sínu á sviðum þar sem þau telja farsælla að setja reglur og móta stefnur sameiginlega heldur en hvert í sínu lagi.
...
Vinnuhópur ráðgjafa í utanríkismálum (fr. Groupe des conseillers pour les relations extérieures, RELEX) starfar undir ráði Evrópusambandsins og fæst við lagaleg, stofnanaleg og fjárhagsleg atriði sem tengjast framkvæmd sameiginlegu stefnu sambandsins í utanríkis- og öryggismálum. Vinnuhópurinn samanstendur af 28 r...
Valdheimildir Evrópusambandsins til að grípa til refsiaðgerða eru skilgreindar í 29. grein sáttmálans um Evrópusambandið og í 75. og 215. grein sáttmálans um starfshætti Evrópusambandsins. Það er ráð Evrópusambandsins sem tekur ákvarðanir um beitingu refsiaðgerða og aukinn meirihluta fulltrúa ráðsins þarf fyrir þe...