Spurning
Alþjóðahafrannsóknaráðið
Spyrjandi
Evrópuvefur
Svar
Alþjóðahafrannsóknaráðið (e. International Council for the Exploration of the Sea, ICES) er alþjóðleg vísindastofnun. Stofnunin er sú elsta sinnar tegundar en hún var stofnuð árið 1902 í Kaupmannahöfn. Aðildarríki ráðsins eru 20 talsins þar af 15 ESB-ríki, Belgía, Bretland, Danmörk, Eistland, Finnland, Frakkland, Holland, Írland, Lettland, Litháen, Pólland, Portúgal, Spánn, Svíþjóð og Þýskaland, auk Bandaríkjanna, Kanada, Íslands, Noregs og Rússlands. Hlutverk Alþjóðahafrannsóknaráðsins er að samhæfa haf- og fiskirannsóknir í Norður-Atlantshafi. Undir ráðið heyra á annað hundrað formlegar vinnunefndir sem fjalla um aðgreind verkefni á þessum sviðum. Rannsóknastofur þátttökuríkjanna og um 1600 vísindamenn á þeirra vegum taka þátt í vinnu ráðsins. Út frá niðurstöðum rannsókna sinna veitir ráðið leiðbeiningar um veiðar á einstökum stofnum í Norður-Atlantshafi. Hafrannsóknastofnun Íslands starfar náið með ráðinu og eiga Íslendingar fulltrúa sem situr í auðlindastjórnunarnefnd. Alþjóðahafrannsóknaráðið og Evrópusambandið starfa saman á grundvelli tvíhliða þjónustu- og samstarfssamnings sem kveður á um að ráðið veiti sambandinu árlega ráðgjöf um ástand fiskistofna í Norður-Atlantshafi auk annarra tilfallandi verkefna. Árlegar tillögur framkvæmdastjórnar ESB um leyfilegan heildarafla í Evrópusambandinu eru meðal annars byggðar á vísindalegri ráðgjöf Alþjóðahafrannsóknaráðsins.Um þessa spurningu
Dagsetning
Útgáfudagur14.9.2012
Flokkun:
Tilvísun
Evrópuvefur. „Alþjóðahafrannsóknaráðið“. Evrópuvefurinn 14.9.2012. http://evropuvefur.is/svar.php?id=63247. (Skoðað 14.9.2024).
Höfundur
Prenta
Senda
Frekara lesefni á Evrópuvefnum:
Við þetta svar er engin athugasemd
Fela