Spurning

Varnarmálastofnun Evrópu

Spyrjandi

Evrópuvefur

Svar

Varnarmálastofnun Evrópu (e. European Defence Agency) var stofnuð árið 2004 og hefur aðsetur í Brussel í Belgíu. Hún er liður í sameiginlegri stefnu ESB í öryggis- og varnarmálum og hefur það hlutverk að:

  • þróa varnarbúnað og getu til hættustjórnunar,
  • auka rannsóknir og tækniþekkingu á sviði öryggis- og varnarmála,
  • stuðla að samstillingu og samnýtingu liðsafla og herbúnaðar aðildarríkja ESB,
  • stuðla að hagstæðum skilyrðum fyrir samkeppnishæfan markað fyrir varnarbúnað í Evrópu.

Varnarmálastofnunin aðstoðar ráðið við að meta aukna hernaðargetu sambandsins hverju sinni og ber að lúta fyrirmælum æðsta fulltrúa sambandsins í utanríkis- og öryggismálum. Núverandi forstjóri stofnunarinnar er Claude-France Arnould frá Frakklandi.

Aðild að Varnarmálastofnun Evrópu er valkvæð. Af aðildarríkjum Evrópusambandsins er Danmörk eina ríkið sem ekki tekur þátt í starfsemi stofnunarinnar.
Við þetta svar er engin athugasemd Fela