Hver er samningsafstaða Íslands í utanríkis, öryggis- og varnarmálum?
Spyrjandi
Egill Almar Ágústsson
Svar
Viðræðum Íslands og ESB um samningskaflann um utanríkis-, öryggis- og varnarmál er lokið. Í opinberri samningsafstöðu Íslands, sem mótuð var af samningahópnum um utanríkisviðskipti, utanríkis- og öryggismál, kemur fram að Ísland sé tilbúið að taka þátt í sameiginlegri stefnu ESB í utanríkis-, öryggis- og varnarmálum að því leyti sem unnt er með tilliti til þess að Ísland er herlaust land. Í sameiginlegri yfirlýsingu Íslands og ESB, sem mun birtast í viðauka við aðildarsamninginn, er staða Íslands sem herlaust ríki áréttuð og tekið fram að aðild muni ekki hafa áhrif á gildandi lagagrundvöll og valdheimildir íslenskra stjórnvalda varðandi mótun og framfylgd á stefnu Íslands í öryggis- og varnarmálum.- Að Ísland verði áfram herlaust land og friðsamt.
- Að tryggt verði að Ísland haldi skilyrðislausu forræði sínu yfir öryggis- og varnarmálum og taki sjálft ákvörðun um það að hve miklu leyti Ísland taki þátt í samstarfi ESB á sviði utanríkis- og öryggismála.
- Að herskylda verði ekki tekin upp á Íslandi.
- Að Ísland eigi að kjósa að standa utan þátttöku í Evrópsku varnarmálastofnuninni (e. European Defence Agency, EDA) enda þátttaka í henni valkvæð.
- Ísland fellst á sameiginlega regluverkið að því er varðar kaflann um utanríkis-, öryggis- og varnarmál eins og það stóð 20. maí 2011 og mun tryggja að það verði innleitt að fullu við aðild.
- Ísland fer ekki fram á sérlausnir, undanþágur eða aðlögunartímabil vegna kaflans.
- Ísland einsetur sér að verða tilbúið að taka þátt í sameiginlegri stefnu í utanríkis- og öryggismálum (Common Foreign and Security Policy, CFSP) og sameiginlegri stefnu í öryggis- og varnarmálum (Common Security and Defence Policy, CSDP) við aðild, að því marki sem unnt er með tilliti til herleysis Íslands.
- Þátttakan miðast við sérstöðu Íslands í öryggis- og varnarmálum, sem byggir á herleysi. Ísland hyggst ekki stofna her í framtíðinni. Ísland mun, eftir sem áður og í samræmi við vald aðildarríkja í eigin öryggis- og varnarmálum, leggja sitt af mörkum, með þátttöku af borgaralegum toga, til verkefna og aðgerða sem eru liður í alþjóðlegri samvinnu. Af því leiðir að Ísland getur ekki lagt til hermenn til aðgerða og mun ekki taka þátt í stofnun hernaðarlegra liðsveita.
- Ísland mun, í samræmi við ákvæði sáttmálanna (einkum 2. mgr. 4. gr. og V. bálk sáttmálans um Evrópusambandið (ESB-sáttmálans)), viðhalda valdheimildum sínum í öryggis- og varnarmálum og staða þess sem herlaust land mun haldast óbreytt.
- Ísland leggur til að aðildarsamningnum fylgi sameiginleg yfirlýsing þar sem lögð er áhersla á eftirfarandi: Ákvæði sáttmálans um sameiginlega stefnu í öryggis- og varnarmálum hafa ekki áhrif á sérstöðu Íslands í öryggis- og varnarmálum, sem herlaust land. Ísland mun, í samræmi við ákvæði sáttmálanna, viðhalda valdheimildum sínum í öryggis- og varnarmálum. Samkomulag náðist um þessa sameiginlegu yfirlýsingu og hefur hún nú verið birt á ensku.
- Ísland undirstrikar að samkvæmt 2. mgr. 41. gr. ESB-sáttmálans geta aðildarríki ákveðið, í hverju tilviki fyrir sig, hvort þau taki þátt í rekstrarkostnaði vegna aðgerða sem hafa hernaðar- eða varnarþýðingu.
- Í samræmi við heimild í ákvæði 2. mgr. 45. gr. ESB-sáttmálans, mun Ísland ekki eiga aðild að Varnarmálastofnun Evrópu þar sem Ísland er herlaust land.
- Samningsafstaða Íslands í Utanríkis-, öryggis- og varnarmálum. 2012.
- Sameiginleg yfirlýsing Íslands og ESB í öryggis- og varnarmálum. 2012.
- Utanríkisráðuneytið: Áhættumatsskýrsla
- Meirihlutaálit utanríkismálanefndar Alþingis um aðildarumsókn að Evrópusambandinu
- Lissabon-sáttmálinn, samsteypt útgáfa sáttmálans um Evrópusambandið, bls. 38-41
- Heimasíða utanríkisráðuneytisins: Undirbúningur rýnifunda, kafli 31
- Mynd sótt 16.9.2011 af heimasíðu utanríkisráðuneytisins
Um þessa spurningu
Dagsetning
Útgáfudagur13.4.2012
Efnisorð
ESB aðildarviðræður samningsmarkmið öryggis- og varnarmál samningahópur herlaust land forræði herskylda Varnarmálastofnun Evrópu áhættumat samstarfsyfirlýsing ríkisstjórnarinnar mannúðarmál friðargæsla borgarleg friðargæsla
Tilvísun
Vilborg Ása Guðjónsdóttir. „Hver er samningsafstaða Íslands í utanríkis, öryggis- og varnarmálum?“. Evrópuvefurinn 13.4.2012. http://evropuvefur.is/svar.php?id=60653. (Skoðað 18.9.2024).
Höfundur
Vilborg Ása Guðjónsdóttiralþjóðastjórnmálafræðingur og verkefnastjóri á Evrópuvef