Spurning

Vinnuhópur ráðgjafa í utanríkismálum

Spyrjandi

Evrópuvefur

Svar

Vinnuhópur ráðgjafa í utanríkismálum (fr. Groupe des conseillers pour les relations extérieures, RELEX) starfar undir ráði Evrópusambandsins og fæst við lagaleg, stofnanaleg og fjárhagsleg atriði sem tengjast framkvæmd sameiginlegu stefnu sambandsins í utanríkis- og öryggismálum. Vinnuhópurinn samanstendur af 28 ráðgjöfum, einum frá hverju aðildarríki, sem eru jafnframt fulltrúar sendinefnda aðildarríkjanna gagnvart ESB. Vinnuhópurinn kemur saman nokkrum sinnum í viku.
Við þetta svar er engin athugasemd Fela