Spurning

Nefnd fastafulltrúa aðildarríkja ESB

Spyrjandi

Evrópuvefur

Svar

Nefnd fastafulltrúa aðildarríkjanna (fr. Comité des représentants permanents, COREPER) gegnir því hlutverki að undirbúa fundi ráðherraráðsins. Öll mál sem koma fyrir nefndina eru rædd og skjöl yfirfarin áður en þau fara fyrir ráðherraráðið. Nefnd fastafulltrúanna skiptist í tvær aðskildar nefndir sem hvor um sig hefur afmarkað starfssvið; COREPER I og COREPER II.

COREPER I er skipað varafastafulltrúum eða staðgenglum sendiherra aðildarríkjanna. Sú nefnd undirbýr fundi:
  • Atvinnumála-, félagsmála, heilsu- og neytendamálaráðsins.
  • Samkeppnisráðsins.
  • Samgöngu-, fjarskipta- og orkuráðsins.
  • Landbúnaðar- og sjávarútvegsráðsins.
  • Umhverfismálaráðsins.
  • Ráðs menntunar, ungmenna, menningar og íþrótta.

COREPER II er skipað sendiherrum aðildarríkjanna gagnvart ESB sem fjalla um pólitískt viðkvæm og stefnumarkandi mál. Sú nefnd undirbýr fundi:
  • Almenna ráðsins.
  • Utanríkismálaráðsins.
  • Efnahags- og fjármálaráðsins.
  • Dóms- og innanríkismálaráðsins.

Flest mál eru leyst á fundum COREPER og þarfnast því einungis formlegs samþykkis ráðsins.

Um þessa spurningu

Dagsetning

Útgáfudagur30.8.2013

Tilvísun

Evrópuvefur. „Nefnd fastafulltrúa aðildarríkja ESB“. Evrópuvefurinn 30.8.2013. http://evropuvefur.is/svar.php?id=65786. (Skoðað 6.12.2024).

Höfundur

Evrópuvefur

Við þetta svar er engin athugasemd Fela