Spurning
Ef EES-reglugerð er vitlaust þýdd, gildir þá ranga þýðingin?
Spyrjandi
Ritstjórn
Svar
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona:Ef EES-reglugerð er innleidd í íslensk lög í rangri þýðingu hvort gildir þá upprunalega reglugerðin eða ranga íslenska þýðingin?Lögfræði, líkt og margar aðrar fræðigreinar, leggur mikið upp úr skýringu hugtaka. Úrlausn dómsmála sem varða mikilsverða hagsmuni getur oft ráðist af því hvaða skilning dómarar leggja í eitt orð. Stór hluti af aðferðafræði lögfræðinnar er þar af leiðandi tileinkaður því með hvaða hætti beri að skýra lagatexta; svokallaðar lögskýringar.[1] Skýring hugtaka verður hins vegar mun flóknari þegar um er að ræða lagatexta sem er jafngildur á fleiri en einu tungumáli. Þar kemur til að blæbrigðamunur getur verið á milli þeirra orða sem eru notuð, það er hugtök mismunandi tungumála geta samtímis verið sambærileg og ósambærileg; lagaleg hugtök geta einnig haft mismunandi merkingu eftir réttarkerfum; og mismunandi hefðir við skýringu lagatexta geta leitt til mismunandi úrlausna. Í þessu samhengi má í dæmaskyni nefna að dómar Alþjóðadómstólsins í Haag eru ávallt birtir bæði á ensku og frönsku og málflutningur fyrir dómstólnum fer fram á báðum málum samtímis. Þetta fyrirkomulag á rætur sínar að rekja til þess að málin eru fulltrúar ólíkra réttarkerfa, meginlandsréttar/franska (civil law) og fordæmisréttar/enska (common law). Með þessum hætti er miðað að því að tryggja jafnræði milli réttarkerfanna tveggja, en í mjög einfaldaðri mynd skiptast réttarkerfi heims í þessi tvö kerfi. Evrópusambandið (ESB) hefur þróast í þá átt að vera sjálfstætt réttarkerfi þar sem aðilar geta byggt beint á réttarreglum sambandsins í landsrétti aðildarríkjanna. Dómstóll sambandsins hefur lagt mikið upp úr því að skýra löggjöf sambandsins til samræmis við það markmið sem stefnt var að (markmiðsskýring). Í Evrópurétti er því ekki algengt að mikil áhersla sé lögð á skýringu einstakra hugtaka (textaskýring) enda væri það frekar ruglingsleg æfing með hliðsjón af því að lög sambandsins eru jafngild á 24 tungumálum.
![]() |
- ^ Davíð Þór Jónsson, Lögskýringar, JPV útgáfa. (2008).
- ^ Þorbjörn Björnsson, „Inside and outside the EFTA court“. (2013) 46 Israel Law Review 61.
- ^ Páll Hreinsson, „Samræmd EES-túlkun“, (2014) 64 Tímarit lögfræðinga 273.
- ^ John Forman, „The EEA Agreement Five Years on“ (1999) 36 Common Market Law Review 751, 772.
- ^ Sjá til dæmis mál E-9/97, Erla María Sveinbjörnsdóttir gegn íslenska ríkinu, mgr. 25-31.
- ^ Sjá nánar um skilyrði skaðabótaábyrgðar ríkisins vegna rangrar innleiðingar grein Stefan Más Stefánssonar „State Liability in Community Law and EEA Law“ í bókinni The EFTA Court: Ten Years On (Hart 2005).
Um þessa spurningu
Dagsetning
Útgáfudagur26.3.2015
Flokkun:
Tilvísun
Þorbjörn Björnsson. „Ef EES-reglugerð er vitlaust þýdd, gildir þá ranga þýðingin?“. Evrópuvefurinn 26.3.2015. http://evropuvefur.is/svar.php?id=68612. (Skoðað 12.2.2025).
Höfundur
Þorbjörn Björnssonlögfræðingur
Prenta
Senda
Frekara lesefni á Evrópuvefnum:
- Um hvað snýst EES-samningurinn?
- Er rétt að til sé ESB-reglugerð um hve bognir bananar og gúrkur eigi að vera?
- Hvar finn ég íslenska þýðingu á helstu hugtökum ESB?
- Hvar get ég séð hvort og hvernig tiltekin ESB-gerð hafi tekið gildi á Íslandi?
- Hver er munurinn á ESB og EES?
- Hver er munurinn á EFTA, EES og Schengen-samkomulaginu?
- Hversu mikið af regluverki ESB hefur verið innleitt í EES-landinu Íslandi í samanburði við ESB-landið Svíþjóð?
Við þetta svar er engin athugasemd
Fela