Spurning

Hvar finn ég íslenska þýðingu á helstu hugtökum ESB?

Spyrjandi

Ófeigur Friðriksson

Svar

Þýðingar á hugtökum tengdum Evrópusambandinu er einna helst að finna á heimasíðu Þýðingamiðstöðvar utanríkisráðuneytisins. Þá var orðasafninu Alþjóðastjórnmál og stjórnmálafræði nýverið bætt við orðabanka Íslenskrar málstöðvar. Heildarútgáfa orðasafnsins verður gerð aðgengileg á pdf-formi í október 2011. Þessu til viðbótar má finna þýðingar á hugtökum ESB á heimasíðum orðabóka á Netinu, gegn áskriftargjaldi. Þar má nefna ordabok.is og snara.is en hin síðarnefnda er aðgengileg starfsfólki og nemendum margra skóla án endurgjalds.

Í handbók Evrópuvefsins er að finna stuttar útskýringar á hugtökum tengdum Evrópusambandinu og Evrópumálum.



Í hugtakasafni þýðingarmiðstöðvar utanríkisráðuneytisins er "Single European Act" þýtt sem „Einingarlög Evrópu".

Á EUR-lex vef Evrópusambandsins er einnig að finna lög, reglugerðir og sáttmála sambandsins, dóma Evrópudómstólsins og fyrirspurnir þingmanna Evrópuþingsins til framkvæmdastjórnarinnar og ráðsins á öllum 23 opinberum tungumálum ESB: ensku, dönsku, sænsku, finnsku, frönsku, þýsku, spænsku, búlgörsku, tékknesku, portúgölsku, maltnesku, ítölsku, slóvensku, slóvakísku, ungversku, lettnesku, eistnesku, litháísku, pólsku, írsku, grísku, rúmensku og hollensku. Fyrir þá sem hafa haldgóða þekkingu á öðrum tungumálum getur samanburður tveggja mála (e. bilingual display) á EUR-lex reynst vel þegar þýðing einstakra hugtaka er óljós.

Mynd sótt 19.9.2011 af heimasíðu Civitas

Upprunalega spurning:
Er einhvers staðar til þýðing á öllum helstu hugtökum ESB? Eins og til að mynda "European Council", "Council of Europe" og margt fleira? Svona til að auðvelda lestur á ensku um ESB.

Um þessa spurningu

Dagsetning

Útgáfudagur19.9.2011

Flokkun:

Evrópumál > ýmislegt

Tilvísun

Vilborg Ása Guðjónsdóttir. „Hvar finn ég íslenska þýðingu á helstu hugtökum ESB?“. Evrópuvefurinn 19.9.2011. http://evropuvefur.is/svar.php?id=60651. (Skoðað 23.4.2024).

Höfundur

Vilborg Ása Guðjónsdóttiralþjóðastjórnmálafræðingur og verkefnastjóri á Evrópuvef

Við þetta svar er engin athugasemd Fela