Spurning
Alþjóðadómstóllinn í Haag
Spyrjandi
Evrópuvefur
Svar
Alþjóðadómstóllinn (International Court of Justice, ICJ) var stofnaður árið 1945 á grundvelli stofnsáttmála Sameinuðu þjóðanna og hóf störf í apríl 1946. Aðsetur dómstólsins er í Haag í Hollandi og er hann eina stofnunin af mikilvægustu stofnunum Sameinuðu þjóðanna sem ekki er staðsett í New York í Bandaríkjunum. Hlutverk Alþjóðadómstólsins er tvíþætt:- Hann leysir úr deilumálum, í samræmi við þjóðarétt, sem ríki vísa til hans.
- Hann veitir ráðgefandi álit vegna lögfræðilegra álitaefna sem stofnanir og sérhæfðar undirstofnanir Sameinuðu þjóðanna leggja fyrir hann.
Um þessa spurningu
Dagsetning
Útgáfudagur24.8.2012
Flokkun:
Efnisorð
Sameinuðu þjóðirnar stofnskrá Sameinuðu þjóðanna Alþjóðadómstóllinn ríki Haag Holland allsherjarþingið öryggisráðið
Tilvísun
Evrópuvefur. „Alþjóðadómstóllinn í Haag“. Evrópuvefurinn 24.8.2012. http://evropuvefur.is/svar.php?id=63102. (Skoðað 6.10.2024).
Höfundur
Prenta
Senda
Frekara lesefni á Evrópuvefnum:
- Af hverju vill framkvæmdastjórn ESB gerast aðili að málarekstri eftirlitsstofnunar EFTA gegn Íslandi?
- Hefur eftirlitsstofnun EFTA jafnan rétt til meðalgöngu fyrir dómstól Evrópusambandsins og framkvæmdastjórn ESB fyrir EFTA-dómstólnum?
- Hvaða afleiðingar getur það haft fyrir Ísland ef við töpum Icesave-málinu?
Við þetta svar er engin athugasemd
Fela