Leit á vefnum

Einföld leit

Leitað að EES-r��ki - 206 svör fundust
Niðurstöður

Úr hvaða sjóði ESB gæti íslensk björgunarsveit hugsanlega fengið styrk til að halda námskeið fyrir evrópskar björgunarsveitir á Íslandi?

Í fljótu bragði virðast geta verið tveir möguleikar í stöðunni: Almannavarnaáætlun ESB eða Grundtvig hluti menntaáætlunar ESB. Hvort verkefnið uppfylli hin nákvæmu skilyrði áætlananna verður ekki svarað í þessu stutta svari heldur vísað þangað sem nálgast má frekari upplýsingar. *** Það er rétt að styrkjaker...

Hver er stefna ESB gagnvart jafnrétti kynjanna?

Meginreglan um jafna meðferð kvenna og karla hefur verið ein af grundvallarreglum Evrópusambandsins allt frá stofnun þess og nær aftur til ársins 1957 þegar reglan um sömu laun fyrir sömu vinnu varð hluti af Rómarsáttmálanum. Reglunni var þó ekki beitt fyrr en á áttunda áratugnum þegar ákvæðið um sömu laun fyrir s...

Er algengt að aðildarríki ESB myndi klíkur eða bandalög?

Aðildarríki Evrópusambandsins starfa gjarnan saman þegar hagsmunir þeirra eiga samleið til að auka áhrif sín innan sambandsins. Þar sem engin tvö ríki eiga nákvæmlega sömu hagsmuna að gæta eru hagsmunabandalög yfirleitt ekki langlíf heldur einangruð við einstök málefni. Sum hagsmunabandalög hafa þó verið starfrækt...

Var gert hlé á aðildarviðræðum Íslands og ESB eða var þeim slitið? Stundum finnst manni það óljóst í umræðunni.

Stefna ríkisstjórnarinnar í Evrópumálum mælir fyrir um að hlé sé gert á aðildarviðræðum Íslands og Evrópusambandsins og úttekt gerð á stöðu viðræðanna og þróun mála innan ESB. Þá verði aðildarviðræður ekki hafnar aftur fyrr en að lokinni þjóðaratkvæðagreiðslu en hvort og hvenær hún á að fara fram er óljóst. Aðilda...

Er ekkert mál fyrir okkur að draga aðildarumsóknina til baka? Hvað þurfum við þá að gera?

Eins og fjallað er um í svari Evrópuvefsins við spurningunni Var gert hlé á aðildarviðræðum Íslands og ESB eða var þeim slitið? hefur verið gert hlé á aðildarviðræðum Íslands og Evrópusambandsins. Núverandi ríkisstjórn hefur ekki tekið ákvörðun um hvort draga eigi aðildarumsóknina til baka þegar þetta er skrifað í...

Gætu kínversk fyrirtæki fjárfest á Íslandi án sérstakra undanþága ef við göngum í ESB?

Svarið er nei, að minnsta kosti ekki eins og staðan er í dag. Ekki hefur verið gerður fjárfestingasamningur milli Kína og Evrópusambandsins í heild sinni heldur hefur hvert aðildarríki, fyrir utan Írland, samið við Kína um tilhögun fjárfestinga á milli landanna. Því er líklegt að sem aðildarríki ESB gæti Ísland áf...

Eru vísitölutengd skuldabréf ekki afleiður og falla þar með undir lög um verðbréfaviðskipti?

Vísitölutenging skuldabréfa breytir þeim ekki í afleiður. Skuldabréf er ein tegund verðbréfa, og verðbréf og afleiður eru ólíkar tegundir fjármálagerninga. Lög um verðbréfaviðskipti ná ekki yfir lán sem veitt eru með þeim hætti að viðskiptavinur gefur út skuldabréf þar sem hann skuldbindur sig til að endurgreiða l...

Eru refa- og minkaveiðar ólöglegar samkvæmt reglum ESB?

Heimskautarefir (Vulpes lagopus, áður Alopex lagopus) eru friðaðir samkvæmt reglum Evrópusambandsins en í löndum sambandsins þar sem refir lifa, Svíþjóð og Finnlandi, eru þeir í útrýmingarhættu. Staða refsins í íslenskri náttúru er allt önnur því að ref hefur fjölgað á Íslandi undanfarna áratugi. Hvergi er hins ve...

Yrðu veiðar á lóu og spóa leyfðar hér á landi í kjölfar inngöngu í ESB?

Nei, veiðar á lóu og spóa yrðu ekki sjálfkrafa leyfðar þótt Ísland yrði aðili að ESB. Báðar tegundirnar eru á lista yfir þær tegundir sem aðildarríkjunum er heimilt að leyfa veiðar á og eru taldar upp í viðauka við svonefnda fuglatilskipun. Aðildarríkjunum er ætíð heimilt að kveða á um strangari verndarákvæði en t...

Ef Ísland gengur í ESB og tekur upp evru verða þá verð á fatnaði nákvæmlega þau sömu hér og í öðrum evruríkjum?

Stutta svarið er varla. Þótt ekki sé útilokað að verð á fatnaði yrðu í einhverjum tilfellum þau sömu hér og á meginlandi Evrópu, ef Ísland gengi í Evrópusambandið og tæki upp evru, yrði það frekar undantekning en regla. Aðild að Evrópusambandinu og myntbandalagi Evrópu gæti haft margvísleg áhrif á efnahag landsins...

Hver eru samningsmarkmið Íslands í landbúnaðarmálum?

Samningsmarkmið Íslands á sviði landbúnaðar og dreifbýlisþróunar í samningaviðræðum við Evrópusambandið hafa ekki verið fullmótuð. Í áliti meirihluta utanríkismálanefndar Alþingis um aðildarumsókn að ESB koma þó fram ákveðin meginmarkmið sem samninganefnd Íslands og samningahópi um landbúnaðarmál er gert að hafa t...

Ég sat í veiðikofa um daginn eftir rólegan rjúpnadag og þá var fullyrt að við inngöngu í ESB mundu veiðar á rjúpu og svartfugli verða bannaðar. Er þetta rétt?

Hugsanleg innganga Íslands í ESB mun engu breyta um veiðar á rjúpu hér á landi. Öllum aðildarríkjum Evrópusambandsins er heimilt að leyfa veiðar á rjúpu á yfirráðasvæði sínu en aðildarríki hafa leyfi til að kveða á um strangari verndarákvæði. Íslensk stjórnvöld gætu þess vegna áfram ákveðið hvort og hvenær veiðar ...

Hvaða áhrif hefur ESB haft á stöðu innflytjenda?

Aðildarríki Evrópusambandsins hafa alla tíð verið treg til að afsala sér valdi á sviði innflytjendamála og hefur reglusetning sambandsins á því sviði þar af leiðandi verið brotakennd. Sumar reglur ESB er varða innflytjendur eru til þess fallnar að koma í veg fyrir fólksflutninga til landa ESB en í öðrum tilvikum h...

Um hvað snýst umræðan um áhrif ESB-aðildar á sjávarútvegsstefnu Íslands?

Umræðan um áhrif Evrópusambandsaðildar á sjávarútvegsstefnu Íslendinga snýst um sjö meginatriði: fullveldisrétt yfir ákvörðunum um veiðiheimildir, möguleg frávik Íslendinga frá sjávarútvegsstefnu ESB, fullt forræði yfir fiskimiðum Íslands, kvótahopp, ríkisstyrki, og ákvarðanatöku og stefnumótun á sviði sjávarútveg...

Hvernig samrýmist stefna Íslands og ESB í málefnum norðurslóða?

Á síðustu árum hafa norðurskautsríkin átta, Bandaríkin, Danmörk (vegna Grænlands), Finnland, Kanada, Ísland, Noregur, Svíþjóð og Rússland öll mótað sér stefnu um málefni norðurslóða. Mikilvægi svæðisins á heimsvísu hefur farið ört vaxandi á síðustu árum og því eru það ekki aðeins norðurskautsríkin sem hafa sýnt þv...

Leita aftur: