Spurning
Hvernig samrýmist stefna Íslands og ESB í málefnum norðurslóða?
Spyrjandi
Ritstjórn
Svar
Á síðustu árum hafa norðurskautsríkin átta, Bandaríkin, Danmörk (vegna Grænlands), Finnland, Kanada, Ísland, Noregur, Svíþjóð og Rússland öll mótað sér stefnu um málefni norðurslóða. Mikilvægi svæðisins á heimsvísu hefur farið ört vaxandi á síðustu árum og því eru það ekki aðeins norðurskautsríkin sem hafa sýnt því áhuga, heldur einnig önnur ríki, alþjóðastofnanir, atvinnulífið og Evrópusambandið. Því er mikilvægt fyrir smáríki eins og Ísland að kanna vel með hvers konar samstarfi hagsmunum þess er best borgið. Aðilar sem koma að svæðinu hafa ólíkra hagsmuna að gæta og samstarfskostir því margvíslegir. Ólíklegt er að allir hagsmunir tveggja ólíkra aðila geti alltaf farið saman. Stefna Íslands í málum norðurslóða á margt sameiginlegt með stefnu ESB og það gefur góðan grunn að samstarfi, hvort sem Ísland gengur í sambandið eður ei. Þar má nefna áherslu á að vinna gegn loftslagsbreytingum af mannavöldum, styðja réttindi frumbyggja, stuðla að friðsamlegri lausn deilumála og að farið sé eftir alþjóðalögum og sáttmálum.- Að styrkja Norðurskautsráðið sem mikilvægasta samráðsvettvanginn um málefni norðurslóða.
- Að tryggja stöðu Íslands sem strandríkis innan norðurskautssvæðisins hvað varðar þróun og alþjóðlega ákvörðunartöku.
- Að efla skilning á að norðurslóðir nái bæði yfir norðurskautið og þann hluta af Norður-Atlantshafinu sem er nátengdur því.
- Að byggja á Hafréttarsáttmála Sameinuðu þjóðanna við úrlausn álitaefna þar sem hann myndar lagalegan ramma um málefni hafsins.
- Að styrkja samstarf við Færeyjar og Grænland í þeim tilgangi að efla hag og pólitískt vægi ríkjanna þriggja.
- Að styðja réttindi frumbyggja á norðurslóðum.
- Að byggja á samningum og stuðla að samstarfi við önnur ríki og hagsmunaaðila um málefni sem varða hagsmuni Íslands á norðurslóðum.
- Að vinna gegn loftslagsbreytingum af manna völdum og áhrifum þeirra.
- Að gæta öryggishagsmuna í víðu samhengi á borgaralegum forsendum og vinna gegn hervæðingu á norðurslóðum.
- Að skapa viðskiptaumhverfi sem gerir Íslendingum mögulegt að keppa um atvinnutækifæri sem skapast við aukin efnahagsumsvif á svæðinu.
- Að auka þekkingu Íslendinga á málefnum norðurslóða og jafnframt kynna landið sem vettvang fyrir fundi, ráðstefnur og umræður um norðurslóðir.
- Að auka innlent samstarf og samráð um málefni norðurslóða.
- Að ESB verði óhjákvæmilega fyrir áhrifum frá svæðinu vegna norðlægustu aðildarríkja sinna, en hafi einnig sjálft áhrif á sömu forsendum.
- Að mikil áhersla verði lögð á að stefnumótun og efnahagsþróun á svæðinu sé byggð á vísindalegum rannsóknum og taki mið af sjónarmiðum sjálfbærni og umhverfisverndar.
- Að fyllsta öryggis verði gætt við nýtingu náttúruauðlinda. Sem einn stærsti neytandi náttúruauðlinda svæðisins skuli ESB vera virkur þátttakandi í samstarfi og tækniþróun sem stuðlar að auknu öryggi í vinnslu auðlinda.
- Að ef Ísland gengur í ESB muni staða sambandsins á svæðinu styrkjast til muna.
- Að mikið verði lagt upp úr því að friður og stöðugleiki haldist á svæðinu og að öll deilumál verði leyst á friðsamlegan máta.
- Að þörf sé á víðtæku samstarfi allra siglingaþjóða -- ekki aðeins svokallaðra norðurskautsríkja -- þegar kemur að leit og björgun á norðurslóðum.
- Að flutningaleiðir verði opnar fyrir alþjóðlegar siglingar.
- Að vinna beri gegn loftslagsbreytingum af mannavöldum og þróa frekar stjórnunarhætti á svæðinu í samræmi við nýjar áskoranir, til dæmis af völdum loftslagsbreytinga.
- Að þrátt fyrir að norðurskautsríkin eigi mikilla hagsmuna að gæta megi ekki horfa fram hjá öðrum aðilum sem það á einnig við um.
- Utanríkisráðuneytið, Ragnar Baldursson. Þýðing norðurslóðastefnu ESB fyrir Ísland
- Utanríkismálanefnd Alþingis, umsögn um þingsályktunartillögu um stefnu Íslands í málefnum norðurslóða frá NEXUS, rannsóknarvettvangi fyrir öryggis- og varnarmál
- Evrópuþingið: Ályktun um stefnu ESB í málefnum norðurslóða frá 2011
- Samþykkt leiðtogaráðsins um málefni norðurskautsins frá desember 2009
- Samskipti Evrópuþingsins, framkvæmdastjórnar og leiðtogaráðs, nóvember 2008
- Utanríkisráðuneytið: Þingsályktunartillaga um stefnu Íslands í málefnum norðurslóða, samþykkt í mars 2011
- Utanríkisráðuneytið: Skýrslan Ísland á Norðurslóðum
- Mynd sótt 5.8.2011 af heimasíðu DAMOCLES (Developing Arctic Modeling and Observing Capabilities for Long-term Environmental Studies)
Um þessa spurningu
Dagsetning
Útgáfudagur 5.8.2011
Flokkun:
Efnisorð
Norðurslóðir stefna ESB á Norðurslóðum stefna Íslands á Norðurslóðum öryggismál utanríkismál
Tilvísun
Margrét Cela. „Hvernig samrýmist stefna Íslands og ESB í málefnum norðurslóða?“. Evrópuvefurinn 5.8.2011. http://evropuvefur.is/svar.php?id=60248. (Skoðað 12.10.2024).
Höfundur
Margrét Celaalþjóðastjórnmálafræðingur og doktorsnemi við háskólann í Lapplandi
Prenta
Senda
Við þetta svar er engin athugasemd
Fela