Hver eru samningsmarkmið Íslands í landbúnaðarmálum?
Spyrjandi
Jón Baldur Lorange
Svar
Samningsmarkmið Íslands á sviði landbúnaðar og dreifbýlisþróunar í samningaviðræðum við Evrópusambandið hafa ekki verið fullmótuð. Í áliti meirihluta utanríkismálanefndar Alþingis um aðildarumsókn að ESB koma þó fram ákveðin meginmarkmið sem samninganefnd Íslands og samningahópi um landbúnaðarmál er gert að hafa til grundvallar við mótun samningsafstöðu.- Að stuðla að matvæla- og fæðuöryggi.
- Að leggja áherslu á sjálfbærni um matvæli (sem hluti af sjálfbærri þróun).
- Að stuðningi við landbúnað verði sem minnst raskað þrátt fyrir ákveðnar breytingar í uppbyggingu styrkjakerfisins.
- Að kerfið stuðli að hefðbundnum landbúnaði og að skýr stuðningur við mjólkurframleiðslu, sauðfjárbúskap og annan hefðbundinn búskap haldi áfram.
- Að stuðlað verði að varðveislu hins íslenska fjölskyldubús.
- Að hagsmunir vistvænnar og lífrænnar landbúnaðarframleiðslu verði hafðir að leiðarljósi.
- Að landbúnaðinum verði skapað svigrúm til aðlögunar með tilliti til ólíks styrkjakerfis og hnattrænnar stöðu.
- Að skoðað verði hvort nauðsyn beri til að útvíkka gildandi reglur ESB til að ná fram heimildum fyrir Ísland til að tryggja sem best stöðu íslenskra bænda.
- Að skapa grundvöll til að styrkja íslenskan landbúnað umfram sameiginlegu landbúnaðarstefnuna, til dæmis með framleiðslutengdum styrkjum, og nýta í því sambandi fordæmi í aðildarsamningi Finnlands.
- Að byggðastuðningur miðist til dæmis við núverandi starfssvæði landshlutasamtaka sveitarfélaganna.
- Að Ísland verði allt skilgreint sem svæði norðurslóðalandbúnaðar.
- Að kannað verði til hlítar hvort sérákvæði stofnsáttmála ESB um eyjar og héruð sem eru í mikilli fjarlægð frá meginlandi Evrópu geti átt við um stöðu Íslands.
- Heimasíða utanríkisráðuneytisins: Samningahópur um landbúnaðarmál.
- Meirihlutaálit utanríkismálanefndar Alþingis um aðildarumsókn að ESB.
- Heimasíða utanríkisráðuneytisins: Rýniskýrsla ESB um landbúnað og dreifbýlisþróun.
- Heimasíða utanríkisráðuneytisins: Erindisbréf samningahóps um landbúnaðarmál.
- Heimasíða Bændasamtakanna: Rýniskýrsla ESB um íslenskan landbúnað – viðbrögð BÍ.
- Heimasíða Bændasamtakanna: Lágmarkskröfur Bændasamtaka Íslands í viðræðunum við Evrópusambandið.
- Heimasíða utanríkisráðuneytisins: Munnleg yfirlýsing formanns samningahóps um landbúnaðarmál.
- Heimasíða utanríkisráðuneytisins: Fylgibréf frá fastafulltrúa Póllands, sem fer með formennsku hjá Evrópusambandinu.
- Fyrri mynd sótt 12.9.2011 af heimasíðu Randburg.
- Seinni mynd sótt 12.9.2011 af heimasíðu Evrópuþingsins.
Um þessa spurningu
Dagsetning
Útgáfudagur13.9.2011
Efnisorð
ESB samningsmarkmið samningsafstaða landbúnaður dreifbýlisþróun aðildarviðræður samningahópur um landbúnaðarmál aðlögun beingreiðslukerfi byggðastyrkir innri markaður Bændasamtökin
Tilvísun
Vilborg Ása Guðjónsdóttir. „Hver eru samningsmarkmið Íslands í landbúnaðarmálum?“. Evrópuvefurinn 13.9.2011. http://evropuvefur.is/svar.php?id=60505. (Skoðað 18.9.2024).
Höfundur
Vilborg Ása Guðjónsdóttiralþjóðastjórnmálafræðingur og verkefnastjóri á Evrópuvef
Prenta
Senda
Frekara lesefni á Evrópuvefnum:
- Hverjir ákveða samningsmarkmið Íslands í aðildarviðræðum við Evrópusambandið?
- Hvað er átt við með heimskautalandbúnaði í umræðunni um ESB?
- Hvað felst í landbúnaðarstefnu Evrópusambandsins, CAP?
- Er endurskoðun landbúnaðarstefnu Evrópusambandsins sem samið var um 1992 enn ólokið?
- Er ríkisaðstoð til landbúnaðar leyfileg innan ESB?