Hvert er hlutverk Catherine Ashton innan ESB?
Spyrjandi
N.N.
Svar
Catherine Ashton gegnir hlutverki æðsta fulltrúa Evrópusambandsins í utanríkis- og öryggismálum (e. High Representative of the Union for Foreign Affairs and Security Policy, HR). Hún er þess vegna eins konar utanríkisráðherra Evrópusambandsins. Embættið var fyrst kynnt til sögunnar í Amsterdam-sáttmálanum árið 1997. Javier Solana gegndi því síðan í áratug. Með gildistöku Lissabon-sáttmálans árið 2009 var umfang embættisins víkkað út og Ashton tók við keflinu úr hendi Solana. Það er nú samansett úr nokkrum áður sundurliðuðum hlutverkum, og á sameining þeirra að skila samhæfðari og skilvirkari öryggis- og utanríkismálum. Þá er Ashton um leið einn fimm varaforseta framkvæmdastjórnarinnar.- Hefðbundin ríkjasamskipti.
- Samræming á sviði utanríkismála, svo sem þróunar- og mannúðaraðstoð, viðskipti, og viðbrögð á átakasvæðum.
- Mánaðarleg fundarhöld með utanríkisráðherrum ESB-ríkjanna.
- Fundarhöld með leiðtogum ESB-ríkjanna á vettvangi leiðtogaráðsins.
- Að koma fram fyrir hönd ESB á alþjóðavettvangi, svo sem á vettvangi Sameinuðu þjóðanna.
- Að fara með formennsku í Varnarmálastofnun Evrópu og stofnun Evrópusambandsins í öryggisfræðum.
- European Union - EEAS (European External Action Service) | The High Representative of the Union for Foreign Affairs and Security Policy. (Skoðað 17.12.2013).
- Profile. (Skoðað 17.12.2013).
- Glossary. (Skoðað 18.12.2013).
- Report Criticizes EU Foreign Policy Chief Catherine Ashton - SPIEGEL ONLINE. (Skoðað 18.12.2013).
- File:Catherine Ashton 2012.jpg - Wikipedia, the free encyclopedia. (Sótt 18.12.2013).
Um þessa spurningu
Dagsetning
Útgáfudagur21.2.2014
Efnisorð
Catherine Ashton ESB Javier Solana utanríkisþjónusta utanríkismál Amsterdam-sáttmálinn Lissabon-sáttmálinn verkamannaflokkurinn breska lávarðadeildin ríkjasamskipti Egyptaland Serbía Kósóvó Radoslaw Sikorski Carl Bildt
Tilvísun
Lena Mjöll Markusdóttir. „Hvert er hlutverk Catherine Ashton innan ESB?“. Evrópuvefurinn 21.2.2014. http://evropuvefur.is/svar.php?id=66501. (Skoðað 12.10.2024).
Höfundur
Lena Mjöll Markusdóttirlaganemi og verkefnastjóri á Evrópuvefnum
Prenta
Senda
Frekara lesefni á Evrópuvefnum:
- Hvert er hlutverk Herman Van Rompuy innan ESB?
- Hversu margir embættismenn vinna fyrir ESB og hve margir fyrir aðildarríkin sjálf?
- Hvaða áhrif hefur endurkjör Barack Obama Bandaríkjaforseta á Evrópusambandið?
- Hvernig bregst ESB við ef ráðist er á eitt ríki í sambandinu, fara þá öll ríkin í stríð?
- Hvernig beitir ESB sér gegn stríðsátökunum í Sýrlandi?
- Hvernig er samskiptum ESB og NATO háttað?