Leit á vefnum

Einföld leit

Leitað að r������ki utan ESB - 593 svör fundust
Niðurstöður

Hvað gerir framkvæmdastjórn ESB?

Hlutverk framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins (European Commission) eru skilgreind í 17. grein sáttmálans um Evrópusambandið. Í fyrsta lagi er hún handhafi framkvæmdavalds. Ekki síst á sviði samkeppnismála geta ákvarðanir framkvæmdastjórnarinnar haft víðtæk áhrif en hún getur meðal annars komið í veg fyrir samruna...

Evrópustofnun grundvallarmannréttinda

Evrópustofnun grundvallarmannréttinda (e. European Union Agency for Fundamental Rights, FRA) er ein af sérstofnunum Evrópusambandsins. Henni var komið á fót árið 2007 með ákvörðun ráðsins nr. 168/2007 og hefur aðsetur í Vín í Austurríki. Meginhlutverk stofnunarinnar er að sjá til þess að grundvallarréttindi einsta...

Mundi ESB-aðild breyta því hvernig tekið yrði á því ef nýr fiskistofn gengi inn í íslenska fiskveiðilögsögu? Hefði verið betra eða verra í núverandi makríldeilu að vera aðili að ESB?

Svarið við fyrri spurningunni er já. Aðild að Evrópusambandinu mundi breyta því hvernig tekið yrði á því ef nýir fiskistofnar tækju að ganga inn í íslenska lögsögu. Það á jafnt við ef nýr fiskistofn gengi inn í íslenska lögsögu úr lögsögu aðildarríkis Evrópusambandsins, úr lögsögu ríkis utan Evrópusambandsins (oft...

Er ríkisaðstoð til skógræktar leyfileg innan ESB?

Regluverk Evrópusambandsins bannar að mestu styrki frá aðildarríkjunum sem geta haft áhrif á viðskipti milli ríkjanna með því að ívilna ákveðnum ríkjum eða svæðum, fyrirtækjum eða framleiðslu ákveðinna vara. Markmiðið er að stuðla að virkri samkeppni innan innri markaðar ESB. Ákveðnar undanþágur eru veittar ef inn...

Hvernig mundi verðbólga hafa áhrif á íslenskan efnahag ef Ísland væri aðili að ESB og notaði evru í stað krónu?

Áhrifin af verðbólgu yrðu í raun svipuð þeim sem nú eru til staðar með krónuna sem gjaldmiðil. Hins vegar yrði líklega erfiðara að mæta þeim áhrifum ef Íslendingar hefðu ekki lengur yfir eigin gjaldmiðli að ráða. Einmitt þess vegna er mikilvægt að verðbólga á Íslandi lækki, í sögulegu samhengi séð, gefi Íslendinga...

EFTA/EES-ríkin

EFTA/EES-ríkin eru Ísland, Liechtenstein og Noregur, en það eru þau EFTA-ríki sem eiga aðild að samningnum um Evrópska efnahagssvæðið. Með samningnum urðu EFTA/EES-ríkin hluti af innri markaði Evrópusambandsins, sem grundvallast á reglunum um svonefnt fjórfrelsi, og skuldbundu sig jafnframt til að taka upp í innl...

Fyrir hvað stendur OECD og hver er tilgangur stofnunarinnar? - Myndband

OECD stendur fyrir Organisation for Economic Co-operation and Development eða Efnahags- og framfarastofnunin. Upphaf stofnunarinnar má rekja allt aftur til 1948 en þá undir nafninu OEEC, Organisation for European Economic Co-operation, eða Efnahagsstofnun Evrópu. Upphaflegt markmið stofnunarinnar var að úthluta...

Sameiginleg stefna í öryggis- og varnarmálum

Sameiginleg stefna í öryggis- og varnarmálum (e. Common Security and Defence Policy, CSDP) er óaðskiljanlegur hluti sameiginlegrar stefnu ESB í utanríkis- og öryggismálum. Fyrri stefna, Evrópska stefnan í öryggis- og varnarmálum (e. European Security and Defence Policy, ESDP), var samþykkt á leiðtogafundi í Köln á...

Hverjar yrðu helstu breytingar fyrir Íslendinga, ef landið segði sig úr Schengen-samstarfinu?

Ef Ísland segði sig úr Schengen-samstarfinu þyrfti meðal annars að auka landamæraeftirlit til muna og aðgengi að evrópskri lögreglusamvinnu mundi skerðast verulega. Árlegur kostnaður við samstarfið mundi falla niður, en á móti kæmi annar kostnaður svo sem viðamiklar breytingar á innviðum Keflavíkurflugstöðvarinnar...

Hversu leiðinlegt væri það ef við mundum klára aðildarsamning við ESB og þjóðin mundi hafna honum í þjóðaratkvæðagreiðslu?

Þessari spurningu er hægt að svara á einfaldan hátt: Sitt mundi hverjum sýnast um það hversu leiðinlegt það væri ef fullbúnum aðildarsamningi Íslands að Evrópusambandinu yrði hafnað í þjóðaratkvæðagreiðslu. Sumum þætti það eflaust alveg rosalega leiðinlegt. Einkum þeim sem eru þeirrar skoðunar að aðild að Evróp...

Af hverju eru ekki allar þjóðir innan ESB með evru sem gjaldmiðil?

Ellefu af 28 aðildarríkjum Evrópusambandsins eru ekki hluti af evrusamstarfinu eða evruhópnum, eins og evruríkin eru oft nefnd. Tvö þeirra hafa varanlega undanþágu frá upptöku evru en hin níu eru skuldbundin til upptökunnar. Þau eru þó mislangt á veg komin með að uppfylla skilyrðin fyrir upptöku hins sameiginlega ...

Er ekki sjálfsagt að auka gegnsæi og hugsanlega traust með því að starfsmenn Evrópuvefsins gefi upp afstöðu sína til aðildar að ESB?

Þetta kann vissulega að virðast eðlileg spurning nú á dögum en ekki er allt sem sýnist. Starfsmenn Evrópuvefsins (EV) hafa ekki frekar en flestir aðrir skýra eða mótaða „afstöðu“ til stórmála eins og aðildar að ESB. Margir eru leitandi í viðhorfum til þess konar mála og forðast ótímabæra afstöðu, til dæmis áður...

Hver er munurinn á EFTA, EES og Schengen-samkomulaginu?

EFTA stendur fyrir European Free Trade Association sem þýðist á íslensku sem Fríverslunarsamtök Evrópu. Fríverslunarsamtökin voru stofnuð árið 1960. Stofnríkin voru sjö: Austurríki, Bretland, Danmörk, Noregur, Portúgal, Sviss og Svíþjóð. Ísland varð aðili að samtökunum árið 1970. Síðan þá hafa samtökin dregist ve...

Mundi það þýða endalok ESB ef evrusamstarfið liðaðist í sundur - og þá sérstaklega í ljósi fjórfrelsisins?

Stutta svarið er nei – en málið er vitaskuld einnig svolítið flóknara. Myntbandalag Evrópu er rekið sem sérstakt stefnusvið innan Evrópusambandsins og er þannig lagað ekkert ósvipað öðrum stefnumálum þess, á borð við landbúnaðarstefnuna eða Schengen-landamærasamstarfið. Til að svara ofangreindri spurningu er einn...

Hversu margir íslenskir embættismenn starfa á vettvangi Evrópumála í tengslum við EES-samninginn? Hver yrði heildarfjölgun starfsmanna, ef Ísland gengi í ESB?

Stór hluti af vinnu íslenskrar stjórnsýslu tengist innleiðingu og framkvæmd á Evrópulöggjöf í gegnum aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu. Það má því segja að flestir embættismenn og starfsmenn íslenskra ráðuneyta og stjórnsýslunnar starfi að meira eða minna leyti á vettvangi Evrópumála í tengslum við EES-sam...

Leita aftur: