Spurning
GATT-samkomulagið
Spyrjandi
Evrópuvefur
Svar
Árið 1947 náðu 23 ríki almennu samkomulagi um tolla og viðskipti með undirritun GATT-samkomulagsins (e. The General Agreement on Tariffs and Trade, GATT). Í samkomulaginu fólst meðal annars takmarkað umboð, lagalegar skuldbindingar og grundvallarkerfi til að setja niður deilur um viðskipti milli aðildarríkjanna. GATT-samkomulagið lagði grundvöllinn að viðræðum um milliríkjaviðskipti í nær hálfa öld á eftir eða þar til það var endurnýjað árið 1994. Í aðdraganda endurnýjunarinnar fóru fram áralangar viðræður, svonefndar Úrúgvæviðræður (e. Uruguay Round), milli samningsríkjanna um að víkka samkomulagið út til að ná einnig til viðskipta með þjónustu, fjármagn, hugverk, textílvörur og síðast en ekki síst landbúnaðarvörur. Mikilvægustu nýjungarnar sem GATT-samningurinn 1994 fól í sér, fyrir utan tímamótasamkomulag um frelsi í viðskiptum með landbúnaðarvörur, var stofnun Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar (World Trade Organization, WTO).Um þessa spurningu
Dagsetning
Útgáfudagur13.1.2012
Flokkun:
Efnisorð
GATT-samkomulagið Alþjóðaviðskiptastofnunin World Trade Organization WTO tollar viðskipti lagalegar skuldbindingar viðskiptadeilur milliríkjaviðskipti Úrúgvæviðræður þjónustuviðskipti landbúnaðarvörur textílvörur hugverk fjármagn
Tilvísun
Evrópuvefur. „GATT-samkomulagið“. Evrópuvefurinn 13.1.2012. http://evropuvefur.is/svar.php?id=61679. (Skoðað 12.10.2024).
Höfundur
Prenta
Senda
Við þetta svar er engin athugasemd
Fela