Spurning

Fríverslunarsvæði

Spyrjandi

Evrópuvefur

Svar

(free trade area) er fyrsta eða annað stig efnahagslegs samruna, eftir því hvernig talið er. Það vísar til þess þegar tvö eða fleiri ríki sammælast um að afnema tolla og kvóta á innfluttum vörum sín á milli. Sérhver aðili að samkomulagi um fríverslunarsvæði ákveður þó sjálfur hversu háa tolla hann leggur á innfluttar vörur frá löndum utan svæðisins.

Fyrsta stig samruna af þessu tagi er oft talið vera viðskiptasvæði með ívilnunum (preferential trading area, PTA) og einkennist af gagnkvæmum tollaívilnunum á takmörkuðum sviðum, án þess að tollar milli samstarfsríkjanna séu felldir alveg niður.

Fríverslunarsamtök Evrópu (European Free Trade Association, EFTA), sem Ísland á aðild að, eru dæmi um fríverslunarsvæði. Annað dæmi er Fríverslunarsamningur Norður-Ameríku (North American Free Trade Agreement, NAFTA).

Heimild m.a.: Wikipedia, flettiorð free trade area, economic integration, preferential trading area, EFTA, NAFTA.

Um þessa spurningu

Dagsetning

Útgáfudagur30.12.2011

Tilvísun

Evrópuvefur. „Fríverslunarsvæði“. Evrópuvefurinn 30.12.2011. http://evropuvefur.is/svar.php?id=61572. (Skoðað 19.3.2024).

Höfundur

Evrópuvefur

Við þetta svar er engin athugasemd Fela