Spurning
Efnahagslegur samruni
Spyrjandi
Evrópuvefur
Svar
(economic integration) er ferli til vaxandi samstarfs milli þjóðríkja í viðskiptum og efnahagsmálum. Þetta ferli er misjafnlega langt á veg komið í hinum ýmsu samtökum, meðal annars eftir því hvað þjóðríkin sem taka þátt í samrunanum kjósa að bindast nánum böndum. Markmiðið með efnahagslegum samruna er ætíð að auka viðskipti milli viðkomandi ríkja með því að ryðja úr vegi hvers konar hindrunum sem verka í raun gegn frjálsum og óheftum viðskiptum, og auka þannig að lokum framleiðslu í aðildarríkjunum. Algengt er að greint sé á milli mismunandi stiga í efnahagslegum samruna, til dæmis sem hér segir:- viðskiptasvæði með ívilnunum,
- fríverslunarsvæði,
- tollabandalag,
- sameiginlegur markaður,
- efnahagsbandalag,
- efnahags- og myntbandalag, stundum með samstarfi um ríkisfjármál,
- fullkominn efnahagssamruni með verulegu pólitísku samstarfi.
Um þessa spurningu
Dagsetning
Útgáfudagur30.12.2011
Flokkun:
Efnisorð
efnahagslegur samruni hagkerfi viðskipti fríverslunarsvæði tollabandalag sameiginlegur markaður efnahagsbandalag
Tilvísun
Evrópuvefur. „Efnahagslegur samruni“. Evrópuvefurinn 30.12.2011. http://evropuvefur.is/svar.php?id=61571. (Skoðað 12.10.2024).
Höfundur
Prenta
Senda
Við þetta svar er engin athugasemd
Fela