Spurning
Evrópustofnun grundvallarmannréttinda
Spyrjandi
Evrópuvefur
Svar
Evrópustofnun grundvallarmannréttinda (e. European Union Agency for Fundamental Rights, FRA) er ein af sérstofnunum Evrópusambandsins. Henni var komið á fót árið 2007 með ákvörðun ráðsins nr. 168/2007 og hefur aðsetur í Vín í Austurríki. Meginhlutverk stofnunarinnar er að sjá til þess að grundvallarréttindi einstaklinga séu tryggð í Evrópusambandinu. Stofnuninni var komið á fót til að veita helstu stofnunum ESB og aðildarríkjum þess ráðgjöf og sérfræðiálit um grundvallarmannréttindi við framkvæmd reglna og laga sambandsins og getur hún því einungis unnið að málum sem heyra undir verkahring Evrópusambandsins. Þau mál sem stofnunin fjallar hvað mest um varða mismunun, aðgang að réttlátri málsmeðferð, kynþáttafordóma og útlendingahatur, gagnavernd, réttindi fórnarlamba glæpa og réttindi barna. Helstu verkefni stofnunarinnar eru að:- Safna saman og greina upplýsingar og gögn frá aðildarríkjum sambandsins sem varða grundvallarmannréttindi.
- Veita stofnunum ESB og aðildarríkjum þess aðstoð og sérfræðiálit um grundvallarmannréttindi.
- Miðla upplýsingum og vekja athygli á grundvallarmannréttindum.
Um þessa spurningu
Dagsetning
Útgáfudagur27.9.2013
Flokkun:
Efnisorð
sérstofnun grundvallarmannréttindi Austurríki ESB framkvæmdastjórnin Evrópuþingið ráðið Evrópuráðið Sameinuðu þjóðirnar ÖSE
Tilvísun
Evrópuvefur. „Evrópustofnun grundvallarmannréttinda“. Evrópuvefurinn 27.9.2013. http://evropuvefur.is/svar.php?id=65952. (Skoðað 9.11.2024).
Höfundur
Prenta
Senda
Við þetta svar er engin athugasemd
Fela