Spurning
Evrópuráðið
Spyrjandi
Evrópuvefur
Svar
Evrópuráðið (Council of Europe) var stofnað í Strassborg árið 1949 til þess að stuðla að friði og verja og efla mannréttindi, lýðræði, réttarríkið og evrópska samkennd. Eitt meginmarkmið Evrópuráðsins var að búa til vettvang þar sem leitað yrði virkra úrræða til þess að samræma stefnur og aðgerðir aðildarríkjanna og koma í veg fyrir mannréttindabrot. Aðild að Evrópuráðinu er opin öllum Evrópuríkjum sem teljast réttarríki byggð á lögum og reglum og virða grundvallarmannréttindi og frelsi borgara sinna. Aðildarríkin eru einnig skyldug til að fullgilda Mannréttindasáttmála Evrópu. Helstu stofnanir Evrópuráðsins eru:- Evrópuráðsþingið sem samanstendur af fulltrúum aðildarríkjanna, 636 talsins, auk forseta sem kjörinn er af þinginu til eins árs í senn. Fjöldi fulltrúa hvers ríkis er reiknaður út frá íbúafjölda þeirra. Meginhlutverk fulltrúa þingsins er að vekja athygli á málefnum líðandi stundar og eiga frumkvæði að aðgerðum og tillögum sem þeir beina í kjölfarið til ráðherranefndarinnar. Evrópuráðsþingið kemur saman fjórum sinnum á ári og er núverandi forseti þess Frakkinn Jean-Claude Mignon.
- Ráðherranefnd Evrópuráðsins, sem samanstendur af utanríkisráðherrum aðildarríkjanna og fastafulltrúum þeirra. Nefndin fer með ákvörðunarvald Evrópuráðsins. Hlutverk hennar er að koma sér saman um viðbrögð við vandamálum sem steðja að Evrópu. Á fundum nefndarinnar er samráðs gætt og fulltrúar aðildarríkjanna koma á framfæri afstöðu sinni um tiltekin mál þangað til samstaða næst. Ráðherranefnd Evrópuráðsins hefur einnig eftirlit með því að dómum Mannréttindadómstóls Evrópu sé framfylgt.
- Mannréttindadómstóll Evrópu.
Um þessa spurningu
Dagsetning
Útgáfudagur13.7.2012
Flokkun:
Efnisorð
mannréttindi lýðræði réttarkerfi Evrópuráðsþingið Ráðherranefnd Evrópuráðsins Mannréttindadómstóll Evrópu
Tilvísun
Evrópuvefur. „Evrópuráðið“. Evrópuvefurinn 13.7.2012. http://evropuvefur.is/svar.php?id=60052. (Skoðað 12.10.2024).
Höfundur
Prenta
Senda
Við þetta svar er engin athugasemd
Fela