Spurning
Er ríkisaðstoð til skógræktar leyfileg innan ESB?
Spyrjandi
Egill Almar Ágústsson
Svar
Regluverk Evrópusambandsins bannar að mestu styrki frá aðildarríkjunum sem geta haft áhrif á viðskipti milli ríkjanna með því að ívilna ákveðnum ríkjum eða svæðum, fyrirtækjum eða framleiðslu ákveðinna vara. Markmiðið er að stuðla að virkri samkeppni innan innri markaðar ESB. Ákveðnar undanþágur eru veittar ef inngrip ríkisins er talið nauðsynlegt til að tryggja skilvirkt og sanngjarnt hagkerfi. Sjá nánar um almenn skilyrði fyrir undanþágum í svari við spurningunni ">Hver er stefna ESB varðandi ríkisstyrki til einkafyrirtækja? Undanþágur frá ríkisaðstoðarreglum ESB eru veittar vegna ákveðinna tegunda af ríkisstyrkjum til landbúnaðar sem ekki eru taldir bjaga samkeppni, þar á meðal til skógræktar. Sjá umfjöllun um ríkisstyrki til dreifbýlisþróunar, áhættu- og krísustjórnunar í landbúnaði og annarra landbúnaðarverkefna í svari við spurningunni Er ríkisaðstoð til landbúnaðar leyfileg innan ESB? Styrkir sem Evrópusambandið veitir til landbúnaðar innan sambandsins samkvæmt sameiginlegrar landbúnaðarstefnu þess (Common Agricultural Policy, CAP) eru ekki skilgreindir sem ríkisstyrkir í skilningi sáttmála ESB, en ýmiss konar stuðningur við landbúnað og byggðamál hefur frá upphafi verið einn stærsti þátturinn í útgjöldum sambandsins.- Til að viðhalda og bæta staðbundinn líffræðilegan fjölbreytileika, heilbrigði vistkerfis skóga, og hlutverk skóga þegar kemur að vistfræði, vernd og frístundanotkun.
- Til nýgræðslu skóga á landbúnaðarlandi og öðrum svæðum.
- Til blandaðrar landnýtingar með trjám og öðrum lífverum (e. agri-forestry systems) á landbúnaðarlandi.
- Til stuðnings Natura 2000, sem er meginstoðin í stefnu ESB gagnvart náttúruvernd og líffræðilegum fjölbreytileika.
- Til fjárfestinga sem tengjast ekki framleiðni, umbóta á umhverfi skóga, innleiðingar á verndarkerfum gegn til að mynda plágum, trjásjúkdómum og skógareldum (e. prevention systems) og endurreisnar á skógræktarhæfni (e. restoring forest potential).
- Til að greiða fyrir aukinn kostnað og tekjumissi í tengslum við notkun á umhverfisvænni skógræktartækni en reglur segja til um, ef viðkomandi byrjar að nota tæknina sjálfviljugur og framkvæmdin uppfyllir ákveðin skilyrði.
- Til að festa kaup á skógræktarlandi, svo lengi sem aðstoðin er innan þeirra marka sem sett eru fyrir fjárfestingar í bújörðum.
- Til þjálfunar á eigendum og starfsmönnum skógræktarfyrirtækja, sem og aðstoð til ráðgjafaþjónustu veitt af þriðja aðila.
- Til að koma á fót skógræktarstofnunum.
- Til frumkvæðis sem snýr að útbreiðslu nýrrar tækni, - prufu- eða sýniverkefna sem uppfylla skilyrði fyrir tæknilegri aðstoð í landbúnaði.
- Leiðbeiningar framkvæmdastjórnar ESB fyrir ríkisaðstoð til landbúnaðar og skógræktar
- Heimasíða ESB. Ríkisaðstoð til landbúnaðar: Leiðbeiningar fyrir ríkisaðstoð til landbúnaðar og skógræktar 2007-2013 – Almennt yfirlit
- Framkvæmdastjórn ESB, stjórnarsvið fyrir umhverfið: Natura 2000 network
- Mynd sótt 18.8.2011 af heimasíðu Premier Partners Investment News
Hvetur ESB til framleiðslustyrkja til einkafyrirtækja þ.e. fyrir utan landbúnað? Bannar ESB opinbera styrki til einkafyrirtækja?
Um þessa spurningu
Dagsetning
Útgáfudagur18.8.2011
Flokkun:
Efnisorð
Tilvísun
Vilborg Ása Guðjónsdóttir. „Er ríkisaðstoð til skógræktar leyfileg innan ESB?“. Evrópuvefurinn 18.8.2011. http://evropuvefur.is/svar.php?id=60459. (Skoðað 9.9.2024).
Höfundur
Vilborg Ása Guðjónsdóttiralþjóðastjórnmálafræðingur og verkefnastjóri á Evrópuvef
Prenta
Senda
Frekara lesefni á Evrópuvefnum:
Við þetta svar er engin athugasemd
Fela