Leit á vefnum

Einföld leit

Leitað að 9. maí - 90 svör fundust
Niðurstöður

Hvað felst í því að fara með formennsku í ráðinu?

Aðildarríki Evrópusambandsins skiptast á að fara með formennsku í ráðinu í sex mánuði í senn. Samkvæmt ákvæði 16(9) sáttmálans um Evrópusambandið, í samræmi við 236. gr. sáttmálans um starfshætti Evrópusambandsins, fara fulltrúar aðildarríkjanna í ráðinu með formennsku í samsetningum ráðsins til skiptis, að undans...

Er það rétt að ESB verndi hagsmuni erlendra auðhringja á kostnað neytenda innan ESB, með því að leyfa framleiðendum að einoka innflutning?

Tilskipun Evrópusambandsins um samræmingu á lögum aðildarríkja um vörumerki veitir framleiðendum leyfi upp að vissu marki til að stýra innflutningi á vöru og þjónustu til sambandsins. Vörumerkjarétti er meðal annars ætlað að tryggja eigendum vörumerkja, sem alla jafna hafa varið miklum fjármunum og tíma í þróun hi...

Hvenær var heiminum fyrst skipt upp í heimsálfur?

Elsta dæmið um skiptingu heimsins í álfur er hjá Hekataiosi frá Míletos á 6. öld f.Kr. en hjá honum voru álfurnar tvær, Evrópa og Asía.1 Á dögum Heródótosar sagnaritara var hins vegar heiminum skipt í þrennt, Evrópu, Asíu og Líbýu.2 Líklega hafði Heródótos nokkur áhrif á að þrískiptingin varð ríkjandi til að lýsa ...

Hvaða fornu heimildir segja frá goðsögunni um Evrópu?

Vísað er til goðsagnar um Evrópu í elstu varðveittu hetjuljóðum Grikkja, sem eignuð eru hinum fornu höfuðskáldum Hómer og Hesíodosi.1 Í varðveittu kvæði um uppruna guðanna telur Hesíodos Evrópu meðal afkvæma guðsins Okeanosar. 2 Þau voru sett skör lægra en Ólympsguðir í stigveldi grískrar goðafræði. Þessi hugmynd ...

Gætu kínversk fyrirtæki fjárfest á Íslandi án sérstakra undanþága ef við göngum í ESB?

Svarið er nei, að minnsta kosti ekki eins og staðan er í dag. Ekki hefur verið gerður fjárfestingasamningur milli Kína og Evrópusambandsins í heild sinni heldur hefur hvert aðildarríki, fyrir utan Írland, samið við Kína um tilhögun fjárfestinga á milli landanna. Því er líklegt að sem aðildarríki ESB gæti Ísland áf...

Hvaða Evrópulönd eru ekki í ESB og hvers vegna?

Sérhvert evrópskt ríki, sem virðir grundvallargildi réttarríkisins, frelsi, lýðræði og mannréttindi, − þau sameiginlegu gildi, sem Evrópusambandið (ESB) byggist á - getur sótt um aðild að ESB. Ekkert land verður þó aðili að ESB nema með gagnkvæmu samþykki sínu og sambandsins og að uppfylltum ákveðnum skilyrð...

Er það rétt að auglýsingar á borð við „Veljum íslenskt“ verði bannaðar ef við göngum í ESB?

Nei, Evrópusambandið mun ekki banna auglýsingar eins og spyrjandi nefnir. Ástæðan er sú að slíkar auglýsingar á vegum íslenska ríkisins væru nú þegar óheimilar því að þær mundu brjóta gegn reglunni um frjáls vöruviðskipti á Evrópska efnahagssvæðinu, sem Ísland tilheyrir nú þegar. Einkaaðilar eru hins vegar að jafn...

Hvað er tveggja stoða kerfi EES-samningsins?

Stofnanalegum samskiptum fríverslunarsamtaka Evrópu (EFTA) og Evrópusambandsins á grundvelli EES-samningsins er gjarnan lýst sem tveggja stoða kerfi. Önnur stoðin er samsett úr stofnunum EFTA en hin úr stofnunum ESB. Á milli stoðanna tveggja eru sameiginlegar stofnanir samningsaðilanna sem eru vettvangur samstarfs...

Beitir Evrópusambandið ríki efnahagslegum refsiaðgerðum, í hverju felast þær?

Efnahagslegum refsingum er beitt til að knýja fram pólitísk markmið. Efnahagslegar refsiaðgerðir fela í sér að hömlur eru lagðar á inn- eða útflutning fjármagns, vara, tækni eða þjónustu ákveðins ríkis eða hóps ríkja með það fyrir augum að hvetja viðkomandi ríki til að bæta framferði sitt og fara að alþjóðalögum. ...

Ef við værum fullgildur aðili að ESB og með evru, hver hefði hlutur okkar orðið í þeim „björgunarpökkum“ sem ESB-löndin hafa þurft að leggja saman í?

Aðildarríki Evrópusambandsins hafa gripið til ýmissa ráðstafana á síðustu misserum til að koma á fjármálastöðugleika innan sambandsins í kjölfar alþjóðlegu fjármálakreppunnar. Þau aðildarlönd sem hingað til hafa lent í mestum skuldavanda, Grikkland, Írland og Portúgal, hafa fengið aðstoð frá öðrum ríkjum sambandsi...

Hverjir eru helstu eigendur Seðlabanka Evrópu og hvert er hlutverk hans við útgáfu evru?

Seðlabanki Evrópu er hlutafélag og eru seðlabankar aðildarríkja Evrópusambandsins, fyrir hönd ríkja sinna, eigendur alls hlutafjár bankans. Evruríkin sautján eru eigendur 70% af heildarhlutafénu en aðildarríkin tíu sem ekki hafa tekið upp evru eiga samtals 30% hlut í bankanum. Hlutur aðildarríkjanna í heildarhluta...

Þurfum við að taka upp sumartíma ef við göngum í Evrópusambandið?

Öll aðildarríki Evrópusambandsins eru skyldug til að flýta klukkunni um klukkutíma á tímabilinu frá síðasta sunnudegi í mars til síðasta sunnudags í október. Með aðild að ESB yrði Ísland einnig að hafa sama háttinn á nema ef samningar næðust um annað. Tilskipunin sem kveður á um innleiðingu sumartíma var tekin upp...

Við höfum sótt um aðstoð við umsóknarríki, þurfum við þá ekki að fullnægja skilyrðum um aðlögun að regluverki ESB? Hvernig yrði það gert?

Evrópusambandið veitir ríkjum sem hafa sótt um aðild að sambandinu stuðning samkvæmt svokallaðri IPA-áætlun (Instrument for Pre-Accession Assistance). Stuðningur stendur til boða bæði þeim ríkjum sem hafa formlega fengið stöðu umsóknarríkis og eins þeim sem eru skilgreind sem möguleg umsóknarríki (e. potential can...

Hver eru laun æðstu embættismanna ESB?

Launatafla embættismanna Evrópusambandsins myndar grunninn að útreikningi launa æðstu embættismanna. Þannig eru grunnmánaðarlaun forseta framkvæmdastjórnarinnar (José Manuel Barroso), forseta leiðtogaráðsins (Hermans Van Rompuy) og forseta dómstóls Evrópusambandsins (Vassilios Skouris) skilgreind sem 138% af mánað...

Af hverju hefur Evrópusambandið bannað hefðbundnar ljósaperur?

Evrópusambandið hefur bannað hefðbundnar ljósaperur í því skyni að draga úr losun koltvíildis (CO2) í andrúmsloftið og vinna þannig gegn gróðurhúsaáhrifum. Reglugerð sem kveður á um bann við gló- og halógenperum tók gildi árið 2009 en ákveðið var að innleiðing bannsins kæmi til framkvæmda í sex áföngum á tímabilin...

Leita aftur: