Af hverju hefur Evrópusambandið bannað hefðbundnar ljósaperur?
Spyrjandi
Ritstjórn
Svar
Evrópusambandið hefur bannað hefðbundnar ljósaperur í því skyni að draga úr losun koltvíildis (CO2) í andrúmsloftið og vinna þannig gegn gróðurhúsaáhrifum. Reglugerð sem kveður á um bann við gló- og halógenperum tók gildi árið 2009 en ákveðið var að innleiðing bannsins kæmi til framkvæmda í sex áföngum á tímabilinu 2009-2016. Þannig er áformað að hefðbundnar ljósaperur hverfi smám saman af innri markaðinum. Fjórða áfanganum lauk 1. september síðastliðinn þegar bann við framleiðslu og dreifingu á öllum gerðum glópera tók gildi. Leyfilegt verður að versla með sumar gerðir af halógenperum fram til ársins 2016. Reglugerðin fellur undir tilskipun um visthönnun vöru, sem tekin var upp í samninginn um Evrópska efnahagssvæðið árið 2007. Reglugerðin hefur verið innleidd í íslenskan rétt þar sem ríkið er aðili að EES-samningnum og er það ástæðan fyrir því að bannið hefur einnig tekið gildi hér á landi.- Sparperum má alls ekki henda með venjulegu sorpi heldur þarf að skila þeim til endurvinnslustöðva sem ber að sjá um að farga þeim á réttan hátt endurgjaldslaust.
- Ef sparpera brotnar þarf að gæta að eftirfarandi:
- Fyrir hreinsun:
- Slökkva þarf á hita- og loftræstikerfi, ef það er til staðar.
- Fólk og dýr þurfa að yfirgefa herbergið þar sem sparperan brotnaði.
- Lofta þarf út í herberginu í 5-10 mínútur.
- Við hreinsun:
- Safna þarf saman brotunum með blautum klút, eða hörðum pappa. Alls ekki má nota ryksugu eða kúst, þar sem kvikasilfrið mundi þá dreifast um andrúmsloftið.
- Setja þarf glerbrotin og klútinn, eða pappann, í lokað glerílát.
- Merkja þarf sérstaklega að ílátið innihaldi kvikasilfur.
- Ílátinu þarf að lokum að skila til endurvinnslustöðvar.
- Fyrir hreinsun:
- EU - Energy - Saving Light Bulbs - Why has the EU acted? (Skoðað 11.9.2012).
- Glóperur bannaðar. (Skoðað 11.9.2012).
- Hvað kemur í staðinn? (Skoðað 11.9.2012).
- LampRecycle. (Skoðað 11.9.2012).
- Reglugerð EU - Jóhann Ólafsson & Co. (Skoðað 11.9.2012).
- Spurningar og svör við reglugerð (nr. 244/2009) á vef framkvæmdastjórnarinnar. (Skoðað 11.9.2012).
- Mynd: WWF - Reducing energy. (Sótt 14.9.2012).
Um þessa spurningu
Dagsetning
Útgáfudagur14.9.2012
Efnisorð
ljósapera sparpera glópera halógenpera LED-pera kvikasilfur kvikasilfursútblástur mengun gróðurhúsaáhrif loftlagsbreytingar tilskipun reglugerð Evrópusambandið Evrópska efnahagssvæðið visthönnun
Tilvísun
Brynhildur Ingimarsdóttir. „Af hverju hefur Evrópusambandið bannað hefðbundnar ljósaperur?“. Evrópuvefurinn 14.9.2012. http://evropuvefur.is/svar.php?id=63121. (Skoðað 6.10.2024).
Höfundur
Brynhildur Ingimarsdóttiralþjóðastjórnmálafræðingur og fyrrverandi verkefnastjóri á Evrópuvefnum