Er það rétt að ESB verndi hagsmuni erlendra auðhringja á kostnað neytenda innan ESB, með því að leyfa framleiðendum að einoka innflutning?
Spyrjandi
Einar Steingrímsson
Svar
Tilskipun Evrópusambandsins um samræmingu á lögum aðildarríkja um vörumerki veitir framleiðendum leyfi upp að vissu marki til að stýra innflutningi á vöru og þjónustu til sambandsins. Vörumerkjarétti er meðal annars ætlað að tryggja eigendum vörumerkja, sem alla jafna hafa varið miklum fjármunum og tíma í þróun hinnar vernduðu vöru eða þjónustu, ágóðann af markaðssetningu vörunnar eða þjónustunnar. Tilgangi verndar gegn óheimilli markaðssetningu eða sölu er hins vegar náð þegar rétthafinn hefur sjálfur sett vöruna/þjónustuna á markað gegn gjaldi. Í kjölfarið tapast öll frekari réttindi þar að lútandi og er í því samhengi talað um tæmingu réttinda. Misjafnt er eftir löndum hvort reglur um vernd vörumerkja kveði á um landsbundna, svæðisbundna eða alþjóðlega tæmingu réttinda. Reglur aðildarríkja EES-samningsins hafa verið samræmdar þannig að markaðssetning tiltekinnar vöru/þjónustu í einu aðildarríki nægir til tæmingar réttinda á öllu EES-svæðinu.- Levi's 506 inside.jpg - Wikipedia, the free encyclopedia. (Sótt 25.02.2013).
Verð á Levi's gallabuxum er miklu hærra innan ESB en í BNA. Samkvæmt þessari grein virðist það vera vegna þess að ESB veitir framleiðandanum leyfi til að einoka innflutning á vörunni til ESB-landa. Er þetta rétt skilið? Ef svo er, hver er tilgangur ESB með því að vernda hagsmuni erlendra auðhringja á kostnað neytenda innan ESB?
Um þessa spurningu
Dagsetning
Útgáfudagur27.2.2013
Flokkun:
Efnisorð
Evrópusambandið tilskipun vörumerki einokun vörumerkjaréttur góðir viðskiptahættir vara þjónusta atvinnustarfsemi markaðssetning tæming réttinda vörumerkjalög
Tilvísun
Margrét Ragnarsdóttir. „Er það rétt að ESB verndi hagsmuni erlendra auðhringja á kostnað neytenda innan ESB, með því að leyfa framleiðendum að einoka innflutning?“. Evrópuvefurinn 27.2.2013. http://evropuvefur.is/svar.php?id=64164. (Skoðað 6.12.2024).
Höfundur
Margrét Ragnarsdóttirlögfræðingur hjá Einkaleyfastofu
Prenta
Senda
Frekara lesefni á Evrópuvefnum:
- Hvað mundi breytast við aðild að Evrópusambandinu varðandi póstverslun?
- Hvað táknar CE-merking á vörum, er það sérstakur evrópskur gæðastimpill?
- Hversu hár er tollur ESB á vörur frá Bandaríkjunum og hve mikið mundu þær hækka hlutfallslega í verði ef Ísland gengi í ESB?
- Þarf að vera nákvæm innihaldslýsing á efnum í vefnaðarvöru sem seld er á EES-svæðinu? Ef já, hversu nákvæm þarf hún að vera?
- Er það rétt að auglýsingar á borð við „Veljum íslenskt“ verði bannaðar ef við göngum í ESB?