Leit á vefnum

Einföld leit

Leitað að P��lland - 651 svör fundust
Niðurstöður

Hver er staða Íslands ef við hættum viðræðum við ESB?

Ef íslensk stjórnvöld ákveða að draga aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu til baka, eða gera ótímabundið hlé á viðræðunum, mun staða Íslands vera óbreytt frá því sem nú er. EES-samningurinn héldi gildi sínu og yrði áfram helsta stoðin í samskiptum Íslands við Evrópusambandið en með honum hefur Ísland aðgang ...

Hversu margir íslenskir embættismenn starfa á vettvangi Evrópumála í tengslum við EES-samninginn? Hver yrði heildarfjölgun starfsmanna, ef Ísland gengi í ESB?

Stór hluti af vinnu íslenskrar stjórnsýslu tengist innleiðingu og framkvæmd á Evrópulöggjöf í gegnum aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu. Það má því segja að flestir embættismenn og starfsmenn íslenskra ráðuneyta og stjórnsýslunnar starfi að meira eða minna leyti á vettvangi Evrópumála í tengslum við EES-sam...

Hefur ríki verið neitað um inngöngu í ESB?

Já, Bretlandi var í tvígang neitað um inngöngu í Evrópusambandið áður en landið fékk aðild árið 1973. Bretar höfðu ekki sýnt því áhuga að taka þátt í Evrópusamstarfinu þegar því var komið á fót en snérist seinna hugur og sóttu um aðild árið 1962. Vegna sterkra efnahagslegra tengsla við Bretland ákváðu Írland, Nore...

Norður-Atlantshafssjávarspendýraráðið

Norður-Atlantshafssjávarspendýraráðið (e. The North Atlantic Marine Mammal Commission, NAMMCO) eru svæðisbundin samtök um verndun og stjórnun nýtingar á hvala- og selastofnum. Ráðið var stofnað árið 1992 af Íslandi, Noregi, Færeyjum og Grænlandi en þátttaka Íslands kom til vegna úrsagnar landsins úr Hvalveiðiráðin...

Norður-Atlantshafsráðið

Norður-Atlantshafsráðið (e. North Atlantic Council, NAC) er helsti vettvangur ákvarðanatöku innan Norður-Atlantshafsbandalagsins (NATO). Ráðið mótar stefnu NATO, fylgist með rekstri verkefna á vegum bandalagsins, samþykkir fjárhagsáætlanir þess og tekur allar helstu ákvarðanir sem tryggja eðlilega starfsemi stofnu...

Getið þið útskýrt styrkjakerfi ESB í stuttu máli? - Myndband

Evrópusambandið styrkir allt á milli himins og jarðar -- frá brúarsmíði til handverksnámskeiða. Styrkjasjóðir og -áætlanir sambandsins eru ótal margar og hefur landslaginu oft verið líkt við frumskóg þar sem varla er til sá einstaklingur sem hefur yfirsýn yfir alla þá möguleika sem í boði eru. This text w...

Nettógreiðendur og nettóþiggjendur

Nettógreiðendur eru þau aðildarríki ESB kölluð sem greiða meira í sjóði ESB en þau fá til baka úr þeim. Að sama skapi eru nettóþiggjendur þau ríki sem fá meira úr sjóðum ESB en þau greiða í þá. Tekjur Evrópusambandsins samanstanda að langmestum hluta af framlögum frá aðildarríkjunum. Framlögin eru sett saman úr...

Öryggisráð SÞ

Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna (e. Security Council of the United Nations) var stofnað á grundvelli stofnsáttmála Sameinuðu þjóðanna og hóf störf 17. janúar 1946. Samkvæmt 24. grein stofnsáttmálans ber öryggisráðið ábyrgð á því að viðhalda friði og öryggi á alþjóðavettvangi. Aðildarríki öryggisráðsins eru fimmt...

Fær Evrópuvefurinn framlög frá ríkinu eða einhverjum öðrum til þess að halda úti vefnum?

Já, Evrópuvefurinn er alfarið rekinn fyrir fjárframlag frá Alþingi. Stofnað var til Evrópuvefsins með þjónustusamningi milli Alþingis og Vísindavefsins og starfar hann í nánum tengslum við Vísindavefinn. Evrópuvefurinn opnaði með formlegum hætti þann 23. júní 2011 og hefur því verið starfræktur í eitt og hálft ár ...

Tvíeðli

Samkvæmt svonefndri tvíeðliskenningu er skilið á milli reglna lands- og þjóðaréttar. Í ríkjum sem fylgja þeirri kenningu fá þjóðréttarreglur þar af leiðandi ekki lagaáhrif gagnvart einstaklingum eða lögaðilum, nema þjóðréttarsamningurinn hafi áður verið leiddur sérstaklega í landsrétt á stjórnskipulegan hátt. Eine...

Mætti fólk yngra en 18 ára vinna ef við göngum í ESB? - Myndband

Einstaklingar yngri en 18 ára mættu vinna ef Ísland gengi í Evrópusambandið. Sem aðili að EES-samningnum hefur Ísland þegar tekið upp í íslenskan rétt afleiddar gerðir Evrópusambandsins á sviði vinnumála, þeirra á meðal tilskipun sambandsins um vinnuvernd ungmenna. Í henni eru gerðar lágmarkskröfur til aðildarríkj...

Hvaða áhrif hefur verðbólga í framtíðinni á þann sem kaupir fasteign á lánum?

Verðbólga hefur ýmiss konar áhrif á þá sem taka lán til húsnæðiskaupa. Langtímalán vegna húsnæðiskaupa eru undantekningalítið verðtryggð á Íslandi. Því hefur verðbólga bein áhrif á þann fjölda króna sem greiða þarf í afborganir og vexti af húsnæðislánum í mánuði hverjum. Húsnæðislán eru verðtryggð miðað við vísitö...

Samstarfsvettvangur ESB og nágrannaríkja þess í austri

Samstarfsvettvangur Evrópusambandsins og nágrannaríkja þess í austri (e. Eastern Partnership) var stofnaður á fundi leiðtoga ESB og sex nágrannaríkja þess í Austur-Evrópu og Suður-Kákasus í Prag árið 2009. Samstarfinu er ætlað að efla efnahagslegt og stjórnmálalegt samband ESB og samstarfsríkjanna; Armeníu, Aserba...

Af hverju var Evrópusambandið stofnað? – 1. Jarðvegurinn - Myndband

Einn af þekktustu sagnfræðingum 20. aldar, sem hafði óvenjulega yfirsýn, sagði að Evrópusambandið væri „barn sérstakra sögulegra aðstæðna sem geta líklega aldrei komið upp aftur“ (Hobsbawm, 1996, 578). Svo mikið er víst að ESB er afar óvenjulegt fyrirbæri í mannkynssögunni. Við höldum nú samt að það sé hægt að var...

Af hverju er Rússland ekki í Evrópusambandinu? - Myndband

Rússland er ekki aðili að Evrópusambandinu og hefur aldrei sýnt því áhuga. Óvíst er að Rússland fengi yfirhöfuð inngöngu í sambandið ef það legði inn umsókn þar sem það uppfyllir ekki Kaupmannahafnarviðmiðin, inngönguskilyrði ESB. Staða mannréttinda í Rússlandi er sérstaklega bágborin, þrátt fyrir að hafa fullgilt...

Leita aftur: