Leit á vefnum

Einföld leit

Leitað að P��lland - 651 svör fundust
Niðurstöður

Hvernig er staðið að því að veita heimild til veiða á tiltekinni friðaðri fuglategund í ákveðnu ríki? Gætu Bretar til dæmis beitt neitunarvaldi gegn lundaveiðum af tilfinningalegum ástæðum?

Breytingar á þeim tegundum villtra fugla sem leyfilegt er að veiða í ESB, og taldar eru upp í viðauka II við fuglatilskipunina, hafa oftast verið gerðar á grundvelli aðildarsamninga nýrra ríkja en einu sinni var viðaukanum breytt með sérstakri tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins. Þótt hvert einstakt aðildarríki ge...

Hvert er eðli ESB-sáttmálanna?

EES-samningurinn og ESB-sáttmálarnir hafa þá sérstöðu að vera algjörlega sérstaks eðlis (lat. sui generis). Með öðrum orðum: Ekki eru til neinir sambærilegir samningar. Eðli þeirra er því erfitt að skýra með samanburði við aðra samninga eða með almennum hugtökum sem notuð eru til að lýsa milliríkjasamningum, eins ...

Í hvaða heimsálfu er Rússland?

Rússland er eitt af fáum löndum í heiminum sem er í tveimur heimsálfum. Eins og fram kemur í svari sama höfundar við spurningunni Hvernig eru nöfn heimsálfanna til komin? eru mörkin milli Evrópu og Asíu yfirleitt talin liggja um Úralfjöll. Þannig lendir sá hluti Rússlands sem er vestan Úralfjalla í Evrópu en austu...

Sambandsborgari

Orðið sambandsborgari (e. citizen of the Union) er notað um ríkisborgara aðildarríkja Evrópusambandsins. Sambandsborgararéttur kemur til viðbótar við ríkisborgararétt í aðildarríki; einstaklingar sem hafa ríkisfang í aðildarríki ESB eru því einnig sambandsborgarar. Samkvæmt 2. mgr. 20 gr. sáttmálans um starfsh...

Hvaða tungumál er mest talað í Evrópu?

Spurningunni er ekki auðsvarað. Ef aðeins er litið til þeirra landa sem aðild eiga að Evrópusambandinu tala flestir þýsku. Þýska er að sjálfsögðu opinbert mál í Þýskalandi þar sem rúmlega 82 milljónir manna búa. Þýska er einnig opinbert mál í Austurríki en svæðisbundið eru þar töluð málin króatíska, slóvenska og u...

Hvaða áhrif hefur ESB haft á réttindi minnihlutahópa?

Auk sáttmála Evrópusambandsins um grundvallarréttindi, þar sem ófrávíkjanleg grundvallarréttindi allra borgara sambandsins eru skilgreind, hefur ESB samþykkt fjölda tilskipana sem miða að því að koma í veg fyrir mismunun. Þar ber helst að nefna kynþáttatilskipunina og atvinnumálatilskipunina sem eru lagalega binda...

Að hverju voru Króatar spurðir í þjóðaratkvæðagreiðslunni um aðild að ESB?

Króatar kusu um aðild að Evrópusambandinu þann 22. janúar 2012. Á kjörseðlinum stóð: „Ert þú hlynntur aðild lýðveldisins Króatíu að Evrópusambandinu? Með - Á móti“. Kosningaþátttaka var í kringum 43% og þar af voru 67% kjósenda samþykkir aðild. Stefnt er að formlegri inngöngu Króatíu í sambandið þann 1. júlí 2013,...

Getið þið útskýrt styrkjakerfi ESB í stuttu máli?

Evrópusambandið styrkir allt á milli himins og jarðar – frá brúarsmíði til handverksnámskeiða. Styrkjasjóðir og -áætlanir sambandsins eru ótal margar og hefur landslaginu oft verið líkt við frumskóg þar sem varla er til sá einstaklingur sem hefur yfirsýn yfir alla þá möguleika sem í boði eru. Styrktarsjóðum og ...

Er algengt að aðildarríki ESB myndi klíkur eða bandalög?

Aðildarríki Evrópusambandsins starfa gjarnan saman þegar hagsmunir þeirra eiga samleið til að auka áhrif sín innan sambandsins. Þar sem engin tvö ríki eiga nákvæmlega sömu hagsmuna að gæta eru hagsmunabandalög yfirleitt ekki langlíf heldur einangruð við einstök málefni. Sum hagsmunabandalög hafa þó verið starfrækt...

Mér skilst að orkuverð eigi að vera jafnt í öllum ríkjum ESB, hvað mun verð á rafmagni hækka mikið hér við aðild?

Raforkuverð í Evrópusambandinu er ekki samræmt á milli aðildarríkja. Raforkuverð í Danmörku er til að mynda þrisvar sinnum hærra en í Búlgaríu, samkvæmt tölum Eurostat frá árinu 2011, en það eru þau aðildarríki sem hafa hæsta og lægsta raforkuverðið innan sambandsins. Skattlagning raforku er einnig mismunandi. Í ...

Munu almenningssamgöngur verða betri og hraðari og verða hér lestasamgöngur ef við göngum í ESB?

Ákvarðanir um það hvort hér verði byggt upp lestarkerfi eða viðbætur gerðar á íslensku samgöngukerfi eru óháðar mögulegri aðild Íslands að Evrópusambandinu. Ef íslensk stjórnvöld ákveða að koma á fót lestarkerfi hérlendis mundi það þurfa að fylgja reglum Evrópusambandsins um lestasamgöngur, hvort sem við værum í E...

Hvað er Þróunarsjóður EFTA?

Í EES-samningnum er kveðið á um fjárhagslegan stuðning EFTA/EES-ríkjanna, Noregs, Íslands og Liechtenstein, við ríki sem eiga aðild að Evrópska efnahagssvæðinu og standa illa í efnahagslegu tillit. Í þessum tilgangi var Þróunarsjóður EFTA stofnaður en sjóðurinn starfar eftir fimm ára áætlun hverju sinni. Stuðningu...

Hvar eru höfuðstöðvar Evrópusambandsins?

Evrópusambandið sjálft á sér ekki einar höfuðstöðvar. Sérhver stofnun sambandsins hefur aðsetur á ákveðnum stað og er staðsetningin tilgreind í bókun 6 við Sáttmálann um starfshætti Evrópusambandsins (Lissabon-sáttmálann). Evrópuþingið (European Parliament) hefur aðsetur í Strassborg í Frakklandi og kemur þar s...

Hvert er eðli EES-samningsins?

EES-samningurinn og ESB-sáttmálarnir hafa þá sérstöðu að vera algjörlega sérstaks eðlis (lat. sui generis). Með öðrum orðum: Ekki eru til neinir sambærilegir samningar. Eðli þeirra er því ekki hægt að skýra með samanburði við aðra samninga eða með almennum hugtökum sem notuð eru til að lýsa milliríkjasamningum (ei...

Hvað gerði andspyrnuhreyfingin í seinni heimsstyrjöldinni?

Í andspyrnuhreyfingunni í Evrópu í seinni heimsstyrjöldinni voru margir og margvíslegir hópar sem beittu mismunandi aðferðum í baráttu sinni gegn nasistum, þýsku hernámi og hernaði, og kynþáttaofsóknum, eftir því við átti á hverjum stað. Hóparnir stunduðu njósnir og skæruhernað, dreifðu upplýsingum og áróðri, hjál...

Leita aftur: