Er Seðlabanki Evrópu einkabanki?
Spyrjandi
Finnur Júlíusson
Svar
Nei, Seðlabanki Evrópu er ekki „einkabanki“ samkvæmt almennri skilgreiningu á hugtakinu, það er bankinn er ekki viðskiptabanki í eigu einkaaðila. Seðlabanki Evrópu er ein af stofnunum Evrópusambandsins og þungamiðja seðlabankakerfis Evrópu (e. European System of Central Banks, ESCB), sem er vettvangur samstarfs seðlabanka aðildarríkja ESB og Seðlabanka Evrópu til að viðhalda fjármálastöðugleika í Evrópusambandinu. Seðlabanki Evrópu er hlutafélag og eru seðlabankar aðildarríkja Evrópusambandsins eigendur alls hlutafjár bankans. Nánar er fjallað um eignarhald Seðlabanka Evrópu í svari við spurningunni Hverjir eru helstu eigendur Seðlabanka Evrópu og hvert er hlutverk hans við útgáfu evru?- Olszak, N. (1996). Histoire des banques centrales. Que Sais-je. PUF.
- Upplýsingar um eignarhald seðlabanka Belgíu á vefsíðu bankans.
- Upplýsingar um hlutverk seðlabanka Grikklands á heimasíðu bankans.
- Fyrri mynd sótt af www.ecb.int, þann 1. júní 2012.
- Seinni mynd sótt af www.levif.be, þann 1. júní 2012.
Um þessa spurningu
Dagsetning
Útgáfudagur 1.6.2012
Efnisorð
Seðlabanki Evrópu eigendur einkabanki yfirþjóðleg evra peningamálastefna Seðlabanki Belgíu Seðlabanki Grikklands Seðlabankakerfi Evrópu
Tilvísun
Brynhildur Ingimarsdóttir. „Er Seðlabanki Evrópu einkabanki?“. Evrópuvefurinn 1.6.2012. http://evropuvefur.is/svar.php?id=62653. (Skoðað 14.9.2024).
Höfundur
Brynhildur Ingimarsdóttiralþjóðastjórnmálafræðingur og fyrrverandi verkefnastjóri á Evrópuvefnum