Spurning
Mætti fólk yngra en 18 ára vinna ef við göngum í ESB? - Myndband
Spyrjandi
Ritstjórn
Svar
Einstaklingar yngri en 18 ára mættu vinna ef Ísland gengi í Evrópusambandið. Sem aðili að EES-samningnum hefur Ísland þegar tekið upp í íslenskan rétt afleiddar gerðir Evrópusambandsins á sviði vinnumála, þeirra á meðal tilskipun sambandsins um vinnuvernd ungmenna. Í henni eru gerðar lágmarkskröfur til aðildarríkjanna varðandi vinnuvernd ungmenna undir 18 ára aldri. Aðild Íslands að Evrópusambandinu mundi því ekki breyta núgildandi íslenskum reglum um vinnufyrirkomulag íslenskra ungmenna.This text will be replaced
Hægt er að lesa meira um vinnu ungmenna á Íslandi í svörum við spurningunum Mætti fólk yngra en 18 ára vinna ef við göngum í ESB? og Hvernig aflar maður sér fjár 12 ára?
Myndbandið er einnig aðgengilegt á YouTube-síðu Evrópuvefsins.
Um þessa spurningu
Dagsetning
Útgáfudagur26.7.2013
Tilvísun
Brynhildur Ingimarsdóttir. „Mætti fólk yngra en 18 ára vinna ef við göngum í ESB? - Myndband“. Evrópuvefurinn 26.7.2013. http://evropuvefur.is/svar.php?id=65610. (Skoðað 3.11.2024).
Höfundur
Brynhildur Ingimarsdóttiralþjóðastjórnmálafræðingur og fyrrverandi verkefnastjóri á Evrópuvefnum
Prenta
Senda
Við þetta svar er engin athugasemd
Fela