Spurning
Mætti fólk yngra en 18 ára vinna ef við göngum í ESB?
Spyrjandi
Kata Magdalena
Svar
Já, einstaklingar yngri en 18 ára mættu vinna ef Ísland gengi í Evrópusambandið. Sem aðili að EES-samningnum hefur Ísland þegar tekið upp í íslenskan rétt afleiddar gerðir Evrópusambandsins á sviði vinnumála, þeirra á meðal tilskipun sambandsins um vinnuvernd ungmenna. Í henni eru gerðar lágmarkskröfur til aðildarríkjanna varðandi vinnuvernd ungmenna undir 18 ára aldri. Aðild Íslands að Evrópusambandinu mundi því ekki breyta núgildandi íslenskum reglum um vinnufyrirkomulag íslenskra ungmenna.- Börn sem taka þátt í menningar-, íþrótta- eða auglýsingastarfsemi eða listviðburðum og eru ekki líkleg til að hafa skaðleg áhrif á öryggi, heilsu eða þroska barna né þess eðlis að þau komi niður á skólagöngu þeirra. Afla þarf leyfis frá vinnueftirliti viðkomandi ríkis áður en til ráðningar barns kemur. (a) liður 2. mgr. 4. gr.)
- Börn sem hafa náð 14 ára aldri og stunda vinnu sem er hluti af fræðilegu eða verklegu námsfyrirkomulagi. (b) liður 2. mgr. 4. gr.)
- Börn sem eru 14 ára eða eldri og vinna við störf sem skilgreind eru af léttara tagi og börn sem hafa náð 13 ára aldri og eru ráðin til slíkra starfa í takmarkaðan stundafjölda á viku þegar um ákveðna verkefnaflokka, sem eru tilteknir í landslögum, er að ræða. (c) liður 2. mgr. 4. gr.)
- Protection of young people at work. (Skoðað 12.03.2013).
- Skýrsla Eftirlitsstofnunar EFTA um innleiðingu tilskipunar ESB um vinnuvernd ungmenna í EFTA/EES-ríkjunum. (Skoðað 13.03.2013).
- Vinnuskóli Reykjanesbæjar 2011. (Sótt 15.03.2013).
Um þessa spurningu
Dagsetning
Útgáfudagur15.3.2013
Flokkun:
Efnisorð
Evrópusambandið Ísland vinnuvernd ungmenna tilskipun Alþjóðavinnumálastofnunin EES-samningurinn
Tilvísun
Brynhildur Ingimarsdóttir. „Mætti fólk yngra en 18 ára vinna ef við göngum í ESB?“. Evrópuvefurinn 15.3.2013. http://evropuvefur.is/svar.php?id=64607. (Skoðað 8.11.2024).
Höfundur
Brynhildur Ingimarsdóttiralþjóðastjórnmálafræðingur og fyrrverandi verkefnastjóri á Evrópuvefnum
Prenta
Senda
Frekara lesefni á Evrópuvefnum:
- Hvað breytist varðandi réttindi á vinnumarkaði með inngöngu í ESB?
- Hvernig mundi vinnumarkaðurinn á Íslandi breytast ef við göngum í ESB?
- Hvað er tveggja stoða kerfi EES-samningsins?
- Breytast reglur um vaxtabætur og barnabætur ef við göngum í ESB?
- Er það rétt að Evrópusambandið banni börnum að leika sér með segulstál, leikfangavaraliti, partýflautur og blöðrur?
- Er rétt að vegna ESB-reglna megi ég aðeins fara með tvö börn á aldrinum 5 til 7 ára í sund?
Við þetta svar er engin athugasemd
Fela