Hvernig aflar maður sér fjár 12 ára?
Spyrjandi
Líneik Sól Bjarnardóttir, f. 2000
Svar
Á Íslandi er börnum yngri en 13 ára almennt bannað að vinna. Börn undir þeim aldri mega þó vinna við heimilisaðstoð á einkaheimilum og í fjölskyldufyrirtækjum, ef um er að ræða létt verk sem vara í skamman tíma og teljast hvorki skaðleg né hættuleg börnum. Einnig er heimilt að ráða börn undir 13 ára aldri til að taka þátt í menningar- eða listviðburðum og íþrótta- eða auglýsingastarfsemi að fengnu leyfi frá Vinnueftirlitinu.Börn, þ. á m. börn undir 13 ára aldri, er heimilt að ráða til að taka þátt í menningar- eða listviðburðum og íþrótta- eða auglýsingastarfsemi. Afla skal leyfis frá Vinnueftirliti ríkisins áður en til ráðningar kemur vegna vinnu barna yngri en 13 ára. (1. mgr. 34. gr.). Að jafnaði skal haga vinnutíma og vinnuálagi þannig að skólaganga barna yngri en 13 ára raskist ekki og slíkt ógni ekki heilbrigði eða öryggi þeirra. Jafnframt skal taka sérstakt tillit til aldurs og þroska þeirra. (4. mgr. 34. gr.).Börn sem eru yngri en 13 ára geta því til dæmis leikið í auglýsingum og/eða kvikmyndum, tekið þátt í leiksýningum, íþróttakeppnum og selt eigin myndverk, með því skilyrði að það komi ekki niður á skólagöngu þeirra. Auk þess kemur eftirfarandi fram í reglugerðinni:
Reglugerðin tekur ekki til heimilisaðstoðar á einkaheimili atvinnurekanda eða vinnu í fjölskyldufyrirtækjum, enda sé vinnan tilfallandi eða vari í skamman tíma og ekki skaðleg eða hættuleg ungmenninu. (1. mgr. 2. gr.). Fjölskyldufyrirtæki telst í þessu tilviki vera fyrirtæki sem er í eigu einstaklinga eða einstaklings sem er skyldur eða mægður ungmenni í beinan legg eða annan legg til hliðar eða tengdur því með sama hætti vegna ættleiðingar. (2. mgr. 2. gr.).Samkvæmt þessu er ekkert því til fyrirstöðu að börn kanni hvort foreldrar, afar eða ömmur, systkini, frændur eða frænkur hafi einhver létt verkefni sem hæfa þeirra aldri og hvort áhugi sé á að greiða fyrir þau. Á heimasíðu Umboðsmanns barna er að finna svar við svipaðri fyrirspurn sem lesandi er eindregið hvattur til að kynna sér. Mynd:
Um þessa spurningu
Dagsetning
Útgáfudagur22.3.2013
Efnisorð
börn vinna heimilisaðstoð létt verk menning listir íþróttir auglýsingar blaðburður barnagæsla sveit fiskvinnsla reglugerð tilskipun samþykkt Alþjóðavinnumálastofnunin
Tilvísun
Brynhildur Ingimarsdóttir. „Hvernig aflar maður sér fjár 12 ára?“. Evrópuvefurinn 22.3.2013. http://evropuvefur.is/svar.php?id=64773. (Skoðað 20.1.2025).
Höfundur
Brynhildur Ingimarsdóttiralþjóðastjórnmálafræðingur og fyrrverandi verkefnastjóri á Evrópuvefnum
Prenta
Senda
Frekara lesefni á Evrópuvefnum:
- Mætti fólk yngra en 18 ára vinna ef við göngum í ESB?
- Hvað breytist varðandi réttindi á vinnumarkaði með inngöngu í ESB?
- Hvernig mundi vinnumarkaðurinn á Íslandi breytast ef við göngum í ESB?
- Breytast reglur um vaxtabætur og barnabætur ef við göngum í ESB?
- Er það rétt að Evrópusambandið banni börnum að leika sér með segulstál, leikfangavaraliti, partýflautur og blöðrur?