Hefur ríki verið neitað um inngöngu í ESB?
Spyrjandi
Ólafur Jóhann Sigurðsson
Svar
Já, Bretlandi var í tvígang neitað um inngöngu í Evrópusambandið áður en landið fékk aðild árið 1973. Bretar höfðu ekki sýnt því áhuga að taka þátt í Evrópusamstarfinu þegar því var komið á fót en snérist seinna hugur og sóttu um aðild árið 1962. Vegna sterkra efnahagslegra tengsla við Bretland ákváðu Írland, Noregur og Danmörk í kjölfarið að leggja einnig inn aðildarumsóknir. Ekkert varð þó af aðildarviðræðum neinna þessara ríkja þar sem þáverandi Frakklandsforseti Charles De Gaulle beitti neitunarvaldi gegn umsókn Breta á þeim forsendum að aðild þeirra gæti raskað þeim stöðugleika sem ríkti innan sameiginlegu landbúnaðarstefnunnar og að Bretar hefðu fremur áhuga á fríverslun en samvinnu. Bretland ætti því ekki samleið með hinum sex aðildarríkjum sambandsins. Þá hafði De Gaulle áhyggjur af því að aðild Bretlands, sem alltaf átti í nánum samskiptum við Bandaríkin, mundi leiða til bandarískra áhrifa innan Evrópusambandsins. Í kjölfar ákvörðunar Frakklandsforseta drógu hin ríkin umsóknir sínar til baka enda sáu þau ekki ástæðu til að halda áfram umsókn sinni ef Bretar fengju ekki inngöngu í sambandið.- General de Gaulle's first veto - cvce.eu. (Skoðað 19.04.2013).
- General de Gaulle's second veto - cvce.eu. (Skoðað 19.04.2013).
- Charles De Gaulle og Harold Macmillan - cvce.eu. (Sótt 19.10.2013).
Um þessa spurningu
Dagsetning
Útgáfudagur19.4.2013
Efnisorð
ESB aðild skilyrði Bretland aðildarumsókn neitunarvald Charles De Gaulle Frakkland Írland Noregur Danmörk Frakklandsforseti aðildarviðræður aðildarsamningur fríverslun
Tilvísun
Þorvarður Kjerulf Sigurjónsson. „Hefur ríki verið neitað um inngöngu í ESB?“. Evrópuvefurinn 19.4.2013. http://evropuvefur.is/svar.php?id=64914. (Skoðað 6.12.2024).
Höfundur
Þorvarður Kjerulf Sigurjónssonalþjóðastjórnmálafræðingur og fyrrverandi verkefnastjóri hjá Evrópuvefnum
Prenta
Senda
Frekara lesefni á Evrópuvefnum:
- Fengu Norðmenn fullan aðildarsamning í bæði skiptin sem þeir sóttu um og höfnuðu aðild að ESB?
- Hafa öll aðildarríki ESB kosið í lýðræðislegri kosningu um aðild að ESB?
- Hvað þýðir tvöföld þjóðaratkvæðagreiðsla í tengslum við hugsanlega aðild Íslands að Evrópusambandinu?
- Hafa oft verið haldnar þjóðaratkvæðagreiðslur í tengslum við Evrópusambandið?
- Að hverju voru Króatar spurðir í þjóðaratkvæðagreiðslunni um aðild að ESB?
- Hefur Evrópukortið breyst mikið á liðnum öldum?
- Væri ekki sniðugt að sameina Evrópu í eitt lýðveldi?
- Af hverju var Evrópusambandið stofnað? – 1. Jarðvegurinn
- Af hverju var Evrópusambandið stofnað? – 2. Aðdragandinn
- Af hverju var Evrópusambandið stofnað? – 3. Fyrstu skrefin
- Hvaða Evrópulönd eru ekki í ESB og hvers vegna?