Spurning

De Gaulle, Charles

Spyrjandi

Evrópuvefur

Svar

var forseti Frakklands 1958-1969 og gegndi lykilhlutverki í þróun evrópskrar samvinnu. Hann var ákafur talsmaður þess að ríki EB ættu að halda fullveldi sínu, til dæmis með því að hafa neitunarvald um sameiginlegar ákvarðanir. Hann var einnig öflugur málsvari fransks landbúnaðar og þar með einnig landbúnaðar í öðrum löndum. Hann tafði verulega fyrir því að Bretar og fleiri þjóðir gengju í ESB. Þegar til lengri tíma er litið hafði hann veruleg áhrif á þróun EB enda lét hann sér annt um það.

Um þessa spurningu

Dagsetning

Útgáfudagur23.6.2011

Tilvísun

Evrópuvefur. „De Gaulle, Charles“. Evrópuvefurinn 23.6.2011. http://evropuvefur.is/svar.php?id=60061. (Skoðað 18.4.2024).

Höfundur

Evrópuvefur

Frekara lesefni á Evrópuvefnum:

Við þetta svar eru 2 athugasemdir Fela athugasemdir

Kolbeinn Stefánsson 18.8.2011

Fullveldissinni og málsvari landbúnaðar. Hann var sem sagt Jón Bjarnason þeirra Frakka. Er þetta í alvörunni allt sem þið hafið að segja um Charles De Gaulle?

Þorsteinn Vilhjálmsson 23.8.2011

Við leggjum megináhersluna í handbókinni á atriði sem varða Evrópumál og Evrópusambandið. Að sjálfsögðu gætum við sagt margt fleira um de Gaulle ef við hefðum ekki takmarkað okkur á þennan hátt. En við teljum okkur allavega ekki gera lítið úr þætti hans í þróun ESB með þessum stutta texta – eða hvað?