Spurning
Mannréttindasáttmáli Evrópu
Spyrjandi
Evrópuvefur
Svar
Mannréttindasáttmáli Evrópu (e. Convention for the Protection of Human Rights and Fundamental Freedoms, ECHR) var undirritaður á ráðherrafundi Evrópuráðsins í Róm árið 1950. Sáttmálinn veitir borgurum ríkja sem fullgilda hann helstu borgaralegu og stjórnmálalegu réttindi réttarríkis. Mannréttindasáttmálinn er mikilvægasti alþjóðasamningurinn á vegum Evrópuráðsins. Fullgilding sáttmálans er skilyrði fyrir aðild að ráðinu og hafa mörg aðildarríkjanna þar að auki innleitt hann í landsrétt sinn. Sáttmálanum er framfylgt af Mannréttindadómstól Evrópu og geta bæði ríki og einstaklingar lagt fyrir hann kærur. Dómstólar ríkja sem hafa veitt sáttmálanum lagagildi geta beitt Mannréttindasáttmálanum sem landsrétti við úrlausn mála, með þeim hætti sem réttarskipan hvers ríkis gerir nánar ráð fyrir. Ísland undirritaði Mannréttindasáttmála Evrópu árið 1950. Það var þó ekki fyrr en árið 1994 sem honum var veitt lagagildi að íslenskum rétti með lögum nr. 62/1994.Um þessa spurningu
Dagsetning
Útgáfudagur27.6.2013
Flokkun:
Tilvísun
Evrópuvefur. „Mannréttindasáttmáli Evrópu“. Evrópuvefurinn 27.6.2013. http://evropuvefur.is/svar.php?id=65484. (Skoðað 9.12.2024).
Höfundur
Prenta
Senda
Við þetta svar er engin athugasemd
Fela