Hjúskaparstaða getur skipt máli fyrir ríkisborgara EFTA/EES-ríkja þegar þeir flytjast á milli landa sem tilheyra Evrópska efnahagssvæðinu. Það að giftast sambandsborgara leiðir þó ekki sjálfkrafa til betri réttarstöðu. Réttur maka er háður þeim rétti sem sambandsborgarinn hefur, en til að virkja þau réttindi er þa...
Samkvæmt vefmælingu Modernusar voru þetta tíu vinsælustu svör janúarmánaðar árið 2013 á Evrópuvefnum:
Hvaða varanlegu undanþágur frá núgildandi sáttmálum, lögum og reglum og lögum sem kunna að vera sett í framtíðinni fékk Króatía í aðildarsamningi við Evrópusambandið?
Hvaða afleiðingar getur það haft fyrir Ísl...
Samkvæmt vefmælingu Modernusar voru þetta tíu vinsælustu svör júlímánaðar árið 2013 á Evrópuvefnum:
Hvað táknar CE-merking á vörum, er það sérstakur evrópskur gæðastimpill?
Hvað felst í Schengen-samstarfinu og þarf ég vegabréf til að ferðast innan Schengen-svæðisins?
Er það rétt að Evrópusambandið standi í ve...
Sameiginlegri stefnu Evrópusambandsins í utanríkis- og öryggismálum (e. Common Foreign and Security Policy, CFSP) var komið á fót með Maastricht-sáttmálanum árið 1993. Hún myndaði upprunalega aðra stoðina í stoðaskipulaginu þangað til það var afnumið með gildistöku Lissabon-sáttmálans árið 2009.
Sameiginlega st...
Evrópska lögregluskólanum (fr. Collège européen de police, CEPOL) var komið á fót árið 2000 með ákvörðun ráðsins (nr. 2000/820/JHA) og hafði aðsetur tímabundið í Kaupmannahöfn í Danmörku. Árið 2005 var ákveðið að gera evrópska lögregluskólann eina af sérstofnunum Evrópusambandsins með ákvörðun ráðsins (nr. 2005/68...
Stutta svarið við spurningunni er JÁ, það er hægt að leggja skynsamlegt og rökstutt mat á ávinninginn af evruaðild Íslands. Óvissa í þess konar svörum er þó veruleg en hitt kemur á móti að unnt er að gera sér grein fyrir helstu rótum hennar. Í grófum dráttum má ætla að tveimur áratugum eftir inngöngu Íslands í ESB...
Skammstöfunin CAP stendur fyrir Common Agricultural Policy eða Sameiginlega landbúnaðarstefnu Evrópusambandsins. Hún var frá upphafi einn af hornsteinum sambandsins og fyrsta stefnumótunarverkefnið sem var alfarið á forsvari þess. Undir hana féll lengi vel mikill hluti af útgjöldum sambandsins. Jafnframt hefur þet...
Þótt sérstaða íslensks landbúnaðar sé margvísleg glímir atvinnugreinin samt í grundvallaratriðum við sömu vandamál og allir bændur á Vesturlöndum. Tækniþróun og framfarir í ræktun og kynbótum hafa leitt af sér margfalt meiri afköst en áður hafa þekkst. Það hefur aftur leitt til þess að markaðir hafa ekki getað tek...
Í Evrópusambandinu gilda strangar reglur um svonefnd plöntuvarnarefni, sem eru meðal annars notuð til að vernda plöntur gegn skaðlegum lífverum, en þau má hvorki setja á markað né nota nema að fengnu markaðsleyfi í aðildarríkjum ESB. Það er því óheimilt að framleiða vöru sem inniheldur kaffi/kaffikorg/koffín og ma...
Barentsráðið (e. Barents Euro-Arctic Council, BEAC) er vettvangur milliríkjasamstarfs um sameiginleg hagsmunamál Barentssvæðisins, þéttbýlasta svæðis á norðurslóðum með um 6 milljónir íbúa. Það var stofnað 11. janúar 1993 með Kirkenes-yfirlýsingunni. Meginmarkmið Barentsráðsins er að stuðla að sjálfbærri, efnahags...
Dreifræðisreglan (e. principle of subsidiarity), stundum nefnd nálægðarreglan, var innleidd í Evrópurétt með Maastricht-sáttmálanum árið 1992. Reglan gildir um beitingu valdheimilda Evrópusambandsins og er ætlað að vinna gegn miðstýringu.
Í reglunni felst að Evrópusambandið skuli því aðeins grípa til aðgerða á ...
Eftirlitsstofnun EFTA hefur eftirlit með framkvæmd og beitingu EES-samningsins af hálfu EFTA/EES-ríkjanna, Íslands, Liechtenstein og Noregs. Eftirlitið snýr bæði að því hvernig EES-reglur eru innleiddar í landsrétt ríkjanna og hvernig þeim er framfylgt af stjórnvöldum. Stofnuninni er þar að auki ætlað að fylgjast ...
(fr. juste retour) er haft í Evrópufræðum um það að hvert ríki fái í sinn hlut sanngjarnan ávinning miðað við framlag þess til ESB. Bretar héldu lengi uppi háværum kröfum í þessum anda en aðrir hafa nú tekið við því hlutverki. Talið er að þessi hugsun verði til þess að erfitt reynist að hækka hlutfall þeirra tekna...
Kola- og stálbandalagið var stofnað árið 1952 en Kjarnorkubandalag Evrópu og Efnahagsbandalag Evrópu voru stofnuð árið 1958. Sex ríki, Belgía, Frakkland, Holland, Ítalía, Lúxemborg og Vestur-Þýskaland, stofnuðu þessi þrjú bandalög sem runnu síðar saman í Evrópusambandið.
Þessi sex ríki áttu margt sameiginlegt á...
Sveigjanleiki (e. flexibility) hefur sérstaka merkingu í samhengi Evrópusamstarfs og aðildar einstakra ríkja að ESB. Þá er einkum átt við það að hvert aðildarríki þurfi ekki að vera aðili að öllum stefnuatriðum sambandsins. Glöggt dæmi um þetta er Efnahags- og myntbandalagið sem ákveðin aðildarríki ESB taka ekki þ...