Spurning
Dreifræðisreglan
Spyrjandi
Evrópuvefur
Svar
Dreifræðisreglan (e. principle of subsidiarity), stundum nefnd nálægðarreglan, var innleidd í Evrópurétt með Maastricht-sáttmálanum árið 1992. Reglan gildir um beitingu valdheimilda Evrópusambandsins og er ætlað að vinna gegn miðstýringu. Í reglunni felst að Evrópusambandið skuli því aðeins grípa til aðgerða á sviðum þar sem það fer ekki með fullar valdheimildir, og einungis að því marki sem:- aðildarríkin geta ekki fyllilega náð markmiðum aðgerðarinnar sjálf, hvort heldur er á vettvangi ríkis, svæða eða sveitarfélaga,
- og þeim verður betur náð sameiginlega á vettvangi sambandsins sökum umfangs aðgerðarinnar eða áhrifa af henni.
Um þessa spurningu
Dagsetning
Útgáfudagur20.1.2012
Flokkun:
Tilvísun
Evrópuvefur. „Dreifræðisreglan“. Evrópuvefurinn 20.1.2012. http://evropuvefur.is/svar.php?id=61749. (Skoðað 9.12.2024).
Höfundur
Prenta
Senda
Við þetta svar er engin athugasemd
Fela