Er eitthvað til í því að í Evrópusambandinu sé bannað að nota kaffi til að drepa snigla?
Spyrjandi
Kristján Birgisson
Svar
Í Evrópusambandinu gilda strangar reglur um svonefnd plöntuvarnarefni, sem eru meðal annars notuð til að vernda plöntur gegn skaðlegum lífverum, en þau má hvorki setja á markað né nota nema að fengnu markaðsleyfi í aðildarríkjum ESB. Það er því óheimilt að framleiða vöru sem inniheldur kaffi/kaffikorg/koffín og markaðssetja hana sem plöntuvarnarefni nema að fengnu leyfi í aðildarríkjum ESB. Hvort sömu reglur gildi einnig um uppáhelling og kaffikorg er álitamál.- að verja plöntur eða plöntuafurðir gegn öllum skaðlegum lífverum eða koma í veg fyrir aðgerðir slíkra lífvera, nema ef megintilgangur varanna er talinn vera að gæta hreinlætis frekar en að verja plöntur eða plöntuafurðir;
- að hafa áhrif á lífsferil plantna, svo sem efni sem hafa áhrif á vöxt, önnur en næringarefni;
- að varðveita plöntuafurðir, að því leyti sem slík efni eða vörur heyra ekki undir sérstakar bandalagsreglur um rotvarnarefni;
- að eyða óæskilegum plöntum eða plöntuafurðum, að undanskildum þörungum nema vörurnar séu notaðar á jarðveg eða vatn til varnar plöntum;
- að stöðva eða koma í veg fyrir óæskilegan vöxt plantna, að undanskildum þörungum nema vörurnar séu notaðar á jarðveg eða vatn til varnar plöntum.“ (sbr. 1. mgr. 2.gr.)
- Regulation (EC) No 1107/2009 of the European Parliament and of the Council concerning the placing of plant protection products on the market and repealing Council Directives 79/117/EC and 91/414/EEC. (Skoðað 30.8.2012).
- Frumvarp til efnalaga. Lagt fyrir Alþingi á 140. löggjafarþingi 2011–2012. (Skoðað 30.8.2012).
- Hollingsworth, R. G., Armstrong, J. W. og Campbell, E. (2003), Caffeine as a novel toxicant for slugs and snails. Annals of Applied Biology, 142: 91–97.
- Mynd: Pesticide, or evidence of addiction? - John's Blog. (Sótt 31.8.2012).
Er eitthvað til í þessu? Use coffee to beat slugs? Beware, the EU pesticide police are on your trail. Er átt við bann við notkun eða bann við markaðssetningu?
Um þessa spurningu
Dagsetning
Útgáfudagur31.8.2012
Efnisorð
kaffi kaffikorgur koffín snigill sniglar ESB varnarefni plöntuvarnarefni virk efni planta plöntur reglugerð markaðsleyfi áhættuprófun
Tilvísun
Þórhildur Hagalín. „Er eitthvað til í því að í Evrópusambandinu sé bannað að nota kaffi til að drepa snigla?“. Evrópuvefurinn 31.8.2012. http://evropuvefur.is/svar.php?id=63132. (Skoðað 13.10.2024).
Höfundur
Þórhildur HagalínEvrópufræðingur og fyrrverandi ritstjóri Evrópuvefsins