Spurning

Hvað gerir eftirlitsstofnun EFTA? - Myndband

Spyrjandi

Ritstjórn

Svar

Eftirlitsstofnun EFTA hefur eftirlit með framkvæmd og beitingu EES-samningsins af hálfu EFTA/EES-ríkjanna, Íslands, Liechtenstein og Noregs. Eftirlitið snýr bæði að því hvernig EES-reglur eru innleiddar í landsrétt ríkjanna og hvernig þeim er framfylgt af stjórnvöldum. Stofnuninni er þar að auki ætlað að fylgjast með samkeppnismálum, sem hafa áhrif á viðskipti á Evrópska efnahagssvæðinu, í þeim tilgangi að tryggja réttmæta samkeppni fyrirtækja. Enn fremur er henni ætlað að hafa eftirlit með veitingu ríkisstyrkja og opinberum innkaupum.

This text will be replaced

Hægt er að lesa meira um eftirlitsstofnun EFTA í svörum við spurningunum Hefur eftirlitsstofnun EFTA jafnan rétt til meðalgöngu fyrir dómstól Evrópusambandsins og framkvæmdastjórn ESB fyrir EFTA-dómstólnum? og Hvaða mál um brot íslenskra stjórnvalda á ríkisaðstoðarreglum EES eru nú til skoðunar hjá eftirlitsstofnun EFTA?

Myndbandið er einnig aðgengilegt á YouTube-síðu Evrópuvefsins en það er unnið í samstarfi við Áttavitann.

Um þessa spurningu

Dagsetning

Útgáfudagur 1.8.2012

Tilvísun

Þorvarður Kjerulf Sigurjónsson. „Hvað gerir eftirlitsstofnun EFTA? - Myndband“. Evrópuvefurinn 1.8.2012. http://evropuvefur.is/svar.php?id=62856. (Skoðað 25.6.2024).

Höfundur

Þorvarður Kjerulf Sigurjónssonalþjóðastjórnmálafræðingur og fyrrverandi verkefnastjóri hjá Evrópuvefnum

Við þetta svar er engin athugasemd Fela