Leit á vefnum

Einföld leit

Leitað að EES-ríki - 435 svör fundust
Niðurstöður

Hvernig eru tölur um stuðning við íslenskan landbúnað samanborið við ESB?

Mörg ríki heimsins hafa löngum verið ófús að hleypa ódýrum erlendum búvörum hömlulaust á markað innanlands. Ýmiss konar beinn og óbeinn stuðningur við landbúnað tíðkast því víða á vegum hins opinbera, bæði frá neytendum og skattgreiðendum. Í svarinu er þessi aðstoð borin saman milli landa og svæða og eins eftir tí...

Hvernig hefur samningnum um stöðugleika og vöxt verið breytt í kjölfar ríkisfjármálakreppunnar á evrusvæðinu?

Breytingar á samningnum um stöðugleika og vöxt (e. Stability and Growth Pact, SGP) er annar helsti liðurinn í áætlun Evrópusambandsins um að auka samræmingu í ríkisfjármálum aðildarríkjanna og koma í veg fyrir aðra ríkisfjármálakreppu. Með gildistöku svonefnds umbótapakka (e. Six-Pack) í desember 2011 voru innleid...

Hver var Johann Gottfried Herder og hverjar voru hugmyndir hans um Evrópuþjóðir og þjóðir almennt?

Johann Gottfried Herder (1744-1803) var fæddur í bænum Mohrungen í Austur-Prússlandi (nú Morag í Póllandi). Hann lærði guðfræði, heimspeki og bókmenntir við háskólann í Königsberg, þar sem hann kynntist meðal annars bæði Immanúel Kant (1724-1804) og Johann Georg Hamann (1730-1788), en hinn síðarnefndi var einn áhr...

Hver er vestasti oddi Evrópu?

Samkvæmt algengum Evrópukortum mundu Bjargtangar í Látrabjargi vera vestasti oddi Evrópu. Þessi kort segja þó ekki alla söguna því að Asóreyjar eru vestar en Ísland og teljast ótvírætt til Evrópu. Eðlilegast virðist að telja vestasta odda eyjarinnar Flores í Asóreyjum jafnframt vestasta odda Evrópu. *** Þess...

Hver eru markmið Íslands á sviði sjávarútvegsmála í aðildarviðræðum við ESB?

Sem stendur er unnið að mótun samningsmarkmiða í sjávarútvegsmálum fyrir aðildarviðræður Íslands við ESB. Helstu áherslur snúa að fullu forræði Íslendinga í stýringu veiða og skiptingu aflaheimilda innan íslenskrar efnahagslögsögu, þar sem byggt verði á ráðgjöf íslenskra vísindamanna; óbreyttu framlagi sjávarútveg...

Í hverju felast refsiaðgerðir ESB gegn Íran?

Þegar Evrópusambandið ákveður að beita refsiaðgerðum ber að taka tillit til þess að þær séu í samræmi við þjóðarrétt og virði mannréttindi og grundvallarréttindi einstaklinga. Valdheimildir Evrópusambandsins til að grípa til refsiaðgerða gagnvart þriðju ríkjum eru skilgreindar í 28. gr. sáttmálans um Evrópusamband...

Er ríkisaðstoð til sjávarútvegs leyfileg innan ESB?

Regluverk Evrópusambandsins bannar að mestu ríkisstyrki sem geta haft áhrif á viðskipti milli aðildarríkja þess með því að ívilna ákveðnum ríkjum eða svæðum, fyrirtækjum eða framleiðslu ákveðinna vara. Markmiðið er að stuðla að virkri samkeppni innan innri markaðar ESB. Ákveðnar undanþágur eru veittar ef inngrip r...

Í reglum ESB um aðild nýrra ríkja stendur feitletrað að ekki sé hægt að semja um lög og reglur sambandsins heldur sé aðeins verið að fara yfir hvernig og hvenær umsóknarríkið muni aðlaga sig að reglum sambandsins. Hefur Ísland fengið undanþágu frá þessari reglu?

Lagaákvæðið í sáttmálanum um Evrópusambandið, sem er grundvöllur samningaviðræðna við umsóknarríki, kveður hvorki á um að ekki sé hægt að semja um lög og reglur sambandsins né að aðildarviðræður snúist aðeins um aðlögun umsóknarríkis að reglum sambandsins. Á heimasíðu stækkunarsviðs framkvæmdastjórnar Evrópusamban...

Hvert er hlutverk Feneyjanefndar Evrópuráðsins?

Feneyjanefnd hefur verið nokkuð í umræðunni að undanförnu eða frá því að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis óskaði eftir áliti nefndarinnar á frumvarpi til stjórnskipunarlaga Íslands. Meginhlutverk nefndarinnar er einmitt þetta: að veita ríkjum lögfræðilegt álit sitt á lagafrumvörpum sem eru mikilvæg fyrir...

Eru til dæmi um varanlegar undanþágur eins og já-sinnar vilja meina að við getum fengið í aðildarviðræðum við ESB?

Til eru nokkur dæmi um að nýju aðildarríki að Evrópusambandinu hafi í aðildarsamningi verið veitt varanleg undanþága frá tiltekinni réttarreglu sambandsins. Dæmin eru fá og vísbendingar eru um að þeim fari fækkandi. Algengara er að komið sé til móts við mikilvæga hagsmuni nýs aðildarríkis með tímabundnum undanþágu...

Er það satt sem sagt er að við inngöngu í ESB mundi matvælaverð að líkindum lækka um 18-25%?

Nei, matvælaverð er ekki líklegt til að lækka svo mikið við aðild Íslands að Evrópusambandinu. Ef litið er til beinna áhrifa af ódýrari innflutningi búvara frá aðildarríkjum ESB, vegna niðurfellingar tolla við aðild, má gróflega áætla að búvörur gætu lækkað um á bilinu 7 til 15%. Það mundi þýða um það bil 3,5 til ...

Ættu Íslendingar að taka upp evruna?

Þessari spurningu verður hver og einn að svara fyrir sig. Ástæðan er sú að valið milli þess að taka upp evru eða halda í krónuna veltur að miklu leyti á áhættufælni einstaklinga á þeim tíma sem þeir spyrja sjálfa sig hvort vænlegra sé að taka upp evru eða halda krónunni. Hagfræðin mun ekki gefa afgerandi svar við ...

Hvenær var heiminum fyrst skipt upp í heimsálfur?

Elsta dæmið um skiptingu heimsins í álfur er hjá Hekataiosi frá Míletos á 6. öld f.Kr. en hjá honum voru álfurnar tvær, Evrópa og Asía.1 Á dögum Heródótosar sagnaritara var hins vegar heiminum skipt í þrennt, Evrópu, Asíu og Líbýu.2 Líklega hafði Heródótos nokkur áhrif á að þrískiptingin varð ríkjandi til að lýsa ...

Eru Króatar heppileg viðbót við Evrópusambandið?

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona:Má segja að núverandi viðhorf í Króatíu til hernaðar og þjóðernishreinsana falli vel að sögu og menningu Evrópu á 20. öld og að Króatar séu því heppileg viðbót í Evrópusambandið? Saga Evrópu á 20. öld er mörkuð djúpum sporum sundrungar, átaka og blóðsúthellinga og þar er...

Um hvað snúast deilurnar á Norður-Írlandi?

Annars staðar á Vísindavefnum er svarað spurningunni Af hverju er Norður-Írland ekki sjálfstætt? og er þar farið yfir þær sögulegu aðstæður sem valdið hafa því að átök hafa undanfarin tæp fjörutíu ár sett svip sinn á líf íbúa Norður-Írlands. Þegar spurt er um hvað deilurnar á Norður-Írlandi snúast er því fyrst...

Leita aftur: