Hvernig hefur samningnum um stöðugleika og vöxt verið breytt í kjölfar ríkisfjármálakreppunnar á evrusvæðinu?
Spyrjandi
Ritstjórn
Svar
Breytingar á samningnum um stöðugleika og vöxt (e. Stability and Growth Pact, SGP) er annar helsti liðurinn í áætlun Evrópusambandsins um að auka samræmingu í ríkisfjármálum aðildarríkjanna og koma í veg fyrir aðra ríkisfjármálakreppu. Með gildistöku svonefnds umbótapakka (e. Six-Pack) í desember 2011 voru innleiddar margvíslegar nýjar reglur í samninginn. Reglurnar lúta fyrst og fremst að strangara eftirliti með óhóflegum halla og skuldum í ríkisrekstri og hertari viðurlögum við brotum á reglunum og jafnvel í aðdraganda brota.- Reglugerð (nr. 1466/97/EB) um forvarnarhluta samningsins (e. the preventive arm of the Stability and Growth Pact) sem felur í sér skyldu aðildarríkjanna til að leggja fram árlega stöðugleika- eða samleitniáætlun (e. stability or convergence programme) um hvernig þau ætli sér að ná eða viðhalda traustri fjárhagsstöðu.
- Reglugerð (nr. 1467/97/EB) um leiðréttingarhluta samningsins (e. the dissuasive arm of the Stability and Growth Pact) sem ákvarðar svonefnda málsmeðferð varðandi óhóflegan fjármálahalla (e. excessive deficit procedure, EDP). Málsmeðferðinni er hrundið af stað við það að tiltekið aðildarríki brýtur ákvæði sáttmálans um starfshætti ESB (SSE) um að halli á rekstri hins opinbera megi ekki vera meiri en sem nemur 3% af vergri landsframleiðslu (VLF) (126. grein SSE og bókun 12).
- Aðildarríkin skuldbinda sig til að ná markverðum árangri í átt að tilteknum fjárlagamarkmiðum til meðallangs tíma (e. medium-term budgetary objectives, MTO) um jöfnuð í ríkisrekstri. Aðildarríki sem fara ekki eftir þessum reglum þurfa að leggja fram tryggingu (e.deposit) sem nemur 0,2% af VLF auk vaxta.
- Málsmeðferð vegna óhóflegs fjármálahalla mun geta hafist jafnt vegna halla á ríkisfjármálum og vegna þróunar skulda hins opinbera. Aðildarríki með skuldir umfram 60% af VLF skulu lækka skuldir sínar í samræmi við tiltekið tölulegt viðmið. Stighækkandi fjársektir munu ennfremur koma til sögunnar fyrr í málsferðinni. Evruríki sem sætir málsmeðferð vegna óhóflegs fjármálahalla eða skulda getur þurft að greiða tryggingu sem nemur 0,2% af VLF án vaxta. Vanræki evruríki að fara eftir ráðleggingum til leiðréttingar skuldastöðu sinnar eða halla mun það verða sektað.
- Reglur um fjárlög í aðildarríkjum ESB munu þurfa að uppfylla vissar lágmarkskröfur til að tryggja gegnsæi og sambærileika.
- Nýtt aðvörunarkerfi (e. alert mechanism) mun miða að því að koma í veg fyrir og leiðrétta sundurleitni í samkeppnishæfni og þjóðhagslegt ójafnvægi milli aðildarríkjanna. Það mun byggjast á stigatöflu vísbendinga og ítarlegum skýrslum fyrir einstök lönd sem og ströngum reglum í tengslum við svokallaða málsmeðferð vegna óhóflegs ójafnvægis (e. Excessive Imbalance Procedure, EIP). Fyrsta skýrsla framkvæmdastjórnarinnar um aðvörunarkerfið (Alert Mechanism Report) kom út í febrúar síðastliðnum.
- Dinan, D. (2010). Ever Closer Union: an Introduction to European Integration. Basingstoke: Palgrave Macmillan.
- Schuknecht, Moutot, Rother og Stark. (September 2011). The Stability and Growth Pact: Crisis and Reform. Occasional Paper Series Nr. 129.
- Bundesfinanzministerium: Neue haushalts- und wirtschaftspolitische Überwachung in der Europäischen Union und dem Euroraum.
- European Commission: EU economic governance.
- European Commission: Stability and Growth Pact.
- EU Economic governance "Six-Pack" enters into force. Press Release (12/12/2011).
- Council Regulation (EC) No 1466/97 of 7 July 1997 on the strengthening of the surveillance of budgetary positions and the surveillance and coordination of economic policies.
- Council Regulation (EC) No 1467/97 of 7 July 1997 on speeding up and clarifying the implementation of the excessive deficit procedure.
- Regulation (EU) No 1173/2011 of the European Parliament and of the Council of 16 November 2011 on the effective enforcement of budgetary surveillance in the euro area.
- Regulation (EU) No 1174/2011 of the European Parliament and of the Council of 16 November 2011 on enforcement measures to correct excessive macroeconomic imbalances in the euro area.
- Regulation (EU) No 1175/2011 of the European Parliament and of the Council of 16 November 2011 amending Council Regulation (EC) No 1466/97 on the strengthening of the surveillance of budgetary positions and the surveillance and coordination of economic policies.
- Regulation (EU) No 1176/2011 of the European Parliament and of the Council of 16 November 2011 on the prevention and correction of macroeconomic imbalances.
- Council Regulation (EU) No 1177/2011 of 8 November 2011 amending Regulation (EC) No 1467/97 on speeding up and clarifying the implementation of the excessive deficit procedure.
- Council Directive 2011/85/EU of 8 November 2011 on requirements for budgetary frameworks of the Member States.
- Fyrri mynd sótt á heimasíðu leiðtogaráðsins, 16.3.2012.
- Seinni mynd sótt á heimasíðu Evrópuþingsins, 16.3.2012.
Um þessa spurningu
Dagsetning
Útgáfudagur16.3.2012
Flokkun:
Efnisorð
samningur um stöðugleika og vöxt skuldavandi ríkisfjármálakreppa evra evrusvæðið evruríki Efnahags- og myntbandalagið ríkisfjármál óhóflegur fjármálahalli málsmeðferð skuldir sekt fjárlög samræming fjárlagamarkmið til meðallangs tíma
Tilvísun
Þórhildur Hagalín. „Hvernig hefur samningnum um stöðugleika og vöxt verið breytt í kjölfar ríkisfjármálakreppunnar á evrusvæðinu?“. Evrópuvefurinn 16.3.2012. http://evropuvefur.is/svar.php?id=62196. (Skoðað 9.12.2024).
Höfundur
Þórhildur HagalínEvrópufræðingur og fyrrverandi ritstjóri Evrópuvefsins
Prenta
Senda
Frekara lesefni á Evrópuvefnum:
- Til hvaða aðgerða hefur Evrópusambandið gripið vegna yfirstandandi skuldakreppu á evrusvæðinu?
- Um hvað fjallar nýi sáttmálinn um samræmi í ríkisfjármálum evruríkjanna?
- Hvort landið er líklegra til að fara í greiðsluþrot, Ísland eða Grikkland?
- Er atvinnuleysi á Spáni Evrópusambandinu að kenna og hverju breytir evran fyrir ástandið?
- Er hægt að meta áhrif upptöku evru á hagvöxt á Íslandi?