Spurning

Til hvaða aðgerða hefur Evrópusambandið gripið vegna yfirstandandi skuldakreppu á evrusvæðinu?

Spyrjandi

Ritstjórn

Svar

Evrópusambandið hefur gripið til tvenns konar aðgerða í kjölfar yfirstandandi skuldakreppu á evrusvæðinu. Annars vegar aðgerðir til að létta undir með þeim ríkjum sem eiga í mestum skuldavanda, svokallaðar björgunaraðgerðir. Lítillega hefur verið fjallað um þær aðgerðir á þessum vef, meðal annars í svari við spurningunni Ef við værum fullgildur aðili að ESB og með evru, hver hefði hlutur okkar orðið í þeim „björgunarpökkum“ sem ESB-löndin hafa þurft að leggja saman í?


Dalia Grybauskaité, forseti Litháen, Jean-Claude Juncker, forsætisráðherra Lúxemborgar, og Donald Tusk, forsætisráðherra Póllands við undirritunarathöfn sáttmálans um stöðugleika, samræmingu og stjórnun, 2. mars 2012.

Hins vegar er um að ræða áætlanir til að koma í veg fyrir að við sambærilegan skuldavanda verði að etja á evrusvæðinu í framtíðinni. Annar liðurinn í þeim áætlunum er nýi sáttmálinn um stöðugleika, samræmingu og stjórnun í Efnahags- og myntbandalaginu (SSSS, e. Treaty on stability, coordination and governance in the Economic and Monetary Union, TSCG), sem fjallað er um í svari við spurningunni Um hvað fjallar nýi sáttmálinn um samræmi í ríkisfjármálum evruríkjanna? Hinn liðurinn snýr að endurbótum á samningnum um stöðugleika og vöxt (e. Stability and Growth Pact, SGP) og um þær er fjallað sérstaklega í svari við spurningunni Hvernig hefur samningnum um stöðugleika og vöxt verið breytt í kjölfar ríkisfjármálakreppunnar á evrusvæðinu?

Mynd:

Um þessa spurningu

Dagsetning

Útgáfudagur16.3.2012

Tilvísun

Þórhildur Hagalín. „Til hvaða aðgerða hefur Evrópusambandið gripið vegna yfirstandandi skuldakreppu á evrusvæðinu?“. Evrópuvefurinn 16.3.2012. http://evropuvefur.is/svar.php?id=62199. (Skoðað 13.7.2024).

Höfundur

Þórhildur HagalínEvrópufræðingur og fyrrverandi ritstjóri Evrópuvefsins

Við þetta svar er engin athugasemd Fela