Hver var Johann Gottfried Herder og hverjar voru hugmyndir hans um Evrópuþjóðir og þjóðir almennt?
Spyrjandi
Ritstjórn
Svar
Johann Gottfried Herder (1744-1803) var fæddur í bænum Mohrungen í Austur-Prússlandi (nú Morag í Póllandi). Hann lærði guðfræði, heimspeki og bókmenntir við háskólann í Königsberg, þar sem hann kynntist meðal annars bæði Immanúel Kant (1724-1804) og Johann Georg Hamann (1730-1788), en hinn síðarnefndi var einn áhrifamesti gagnrýnandi upplýsingarinnar í Evrópu upp úr miðri 18. öld. Á árunum 1764-69 starfaði Herder sem prestur í borginni Ríga í Lettlandi, sem þá tilheyrði Rússlandi, en að þeirri dvöl lokinni lagði hann í ferð til Frakklands, sem átti eftir að hafa gríðarleg áhrif á lífsviðhorf hans og hugmyndir um stöðu mannsins í þjóðfélaginu.Berið saman grænlenska goðafræði og indverska, lappneska og japanska, perúíska og goðafræði blökkumanna; fullkomna landafræði hins skapandi anda. Tæplega kæmi nokkur mynd í huga Bramína þegar Völuspá Íslendinga væri lesin fyrir hann og útskýrð; og Vedakvæðin yrðu Íslendingnum alveg jafn torskiljanleg.Ofuráhersla Herders á tungumálið helgaðist ekki síst af þeirri vissu hans að það væri í senn lykill að sjálfsskilningi mannsins, vegna þess að við getum einungis fangað hugsanir okkar í orð, og grundvöllur allra samskipta manna á milli. En orðin hafa líka dýpri áhrif á manninn en þau sem í þessu felast, segir Herder, vegna þess að tilfinningalíf okkar er fólgið í móðurmálinu, það er að segja tungumálinu sem við lærum í barnæsku. Fyrstu orðin sem brjóstmylkingurinn lærir af foreldrum sínum móta huga hans og sál, segir Herder í ritgerð um uppruna tungumála (Abhandlung über den Ursprung der Sprache, 1772); það sem eftir er lífsins „lifa þessi fyrstu áhrif frá barnæskunni, þessar myndir úr hugum og hjörtum foreldranna; með orðunum flytjast áfram allar þær tilfinningar sem flæddu um huga hans í upphafi […]“. Manninum gagnast því ekki hvaða tungumál sem er, vegna þess að ekkert tungumál hefur sömu tilfinningalegu skírskotun og móðurmálið ‒ ekkert annað tungumál veitir manninum aðgang að dýpstu fylgsnum sálarlífsins.
Og þú Þjóðverji, vilt þú einn heilsa þinni eigin móður á frönsku, þegar þú snýrð aftur af erlendri grund? Ó, spýttu út úr þér við húsdyrnar, spýttu út úr þér andstyggilegri leðjunni úr Signu. Talaðu þýsku, ó þú Þjóðverji! Ekki eltast við tískuna í látbragði og siðum. Orð þín líkjast afreksverkum, líkjast óhagganlegum björgum sannleikans.Myndir:
- Johann Gottfried Herder - Wikipedia, the free encyclopedia. (Sótt 28.5.2013).
- Infant - Wikipedia, the free encyclopedia. (Sótt 28.5.2013).
Þetta svar er hluti af grein í málstofu Vísindavefsins sem ber heitið Hugmyndir Herders um þjóðina og endalok menningarlegrar þjóðar.
Um þessa spurningu
Dagsetning
Útgáfudagur29.5.2013
Flokkun:
Efnisorð
Johann Gottfried Herder upplýsingin Frakkland Þýskaland hugmyndastefna úniversalismi rómantísk hugsun þjóðernisstefna tungumál móðurmál þjóð þjóðmenning kynþættir þjóðríki afstæðishyggjumaður
Tilvísun
Guðmundur Hálfdanarson. „Hver var Johann Gottfried Herder og hverjar voru hugmyndir hans um Evrópuþjóðir og þjóðir almennt?“. Evrópuvefurinn 29.5.2013. http://evropuvefur.is/svar.php?id=60897. (Skoðað 9.9.2024).
Höfundur
Guðmundur Hálfdanarsonprófessor í sagnfræði við HÍ
Prenta
Senda
Frekara lesefni á Vísindavefnum:
Frekara lesefni á Evrópuvefnum:
- Væri ekki sniðugt að sameina Evrópu í eitt lýðveldi?
- Getum við borið ESB saman við eitthvað annað kerfi í sögunni?
- Hver er Evrópuhugsjónin og hvaða hugmyndir höfðu menn fyrr á öldum um hana?
- Hvaða hugmyndir höfðu menn um Evrópuhugsjónina á tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar og á millistríðsárunum?
- Hvaða hugmyndir hafa menn haft um Evrópuhugsjónina og Evrópusamruna frá síðari heimsstyrjöld og til okkar daga?