Evrópska lögregluskrifstofan (e. European Police Office, EUROPOL) er löggæsla Evrópusambandsins. Hlutverk hennar er að aðstoða aðildarríkin við að uppræta alþjóðlega glæpastarfsemi. Lögregluskrifstofan vinnur einnig náið með löggæsluyfirvöldum í ríkjum sem ekki eru aðildarríki Evrópusambandsins, svo sem Kanada, Ás...
Dómstóll Evrópusambandsins (e. Court of Justice of the European Union, CJEU), áður kallaður Evrópudómstóllinn (e. European Court of Justice, ECJ), er æðsta dómsvald ESB og hefur aðsetur í Lúxemborg. Dómstólnum var komið á fót árið 1952 með Parísar-sáttmálanum sem hluti af Kola- og stálbandalagi Evrópu.
Tuttugu...
Hlutverk evrópsku réttaraðstoðarinnar er að stuðla að samræmingu rannsókna og saksókna afbrota í aðildarríkjum Evrópusambandsins. Sérstaklega er miðað að því að einfalda alþjóðlega réttaraðstoð og framkvæmd framsalsbeiðna. Hún aðstoðar aðildarríkin við rannsókn og saksókn afbrota yfir landamæri (e. cross-border cr...
Árið 1947 náðu 23 ríki almennu samkomulagi um tolla og viðskipti með undirritun GATT-samkomulagsins (e. The General Agreement on Tariffs and Trade, GATT). Í samkomulaginu fólst meðal annars takmarkað umboð, lagalegar skuldbindingar og grundvallarkerfi til að setja niður deilur um viðskipti milli aðildarríkjanna.
...
Norður-Atlantshafsráðið (e. North Atlantic Council, NAC) er helsti vettvangur ákvarðanatöku innan Norður-Atlantshafsbandalagsins (NATO). Ráðið mótar stefnu NATO, fylgist með rekstri verkefna á vegum bandalagsins, samþykkir fjárhagsáætlanir þess og tekur allar helstu ákvarðanir sem tryggja eðlilega starfsemi stofnu...
Frummerking orðasambandsins þriðja ríki (e. third state, third country) er ríki sem er ekki aðili að gagnkvæmu samkomulagi tveggja annarra ríkja, en það er einnig haft um ríki sem eru ekki aðilar að samningi eða samtökum fleiri ríkja. Þegar rætt er um þriðju ríki í opinberum skjölum Evrópusambandsins er átt við rí...
Í Evrópusambandinu gilda strangar reglur um svonefnd plöntuvarnarefni, sem eru meðal annars notuð til að vernda plöntur gegn skaðlegum lífverum, en þau má hvorki setja á markað né nota nema að fengnu markaðsleyfi í aðildarríkjum ESB. Það er því óheimilt að framleiða vöru sem inniheldur kaffi/kaffikorg/koffín og ma...
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins (e. European Commission) hefur frá upphafi verið ein helsta stofnun ESB. Stofnunin er sjálfstæð og á ekki að vera undir áhrifum aðildarríkja sambandsins (3. töluliður 17. gr. sáttmálans um Evrópusambandið (SESB) og 1. mgr. 245. gr. sáttmálans um starfshætti Evrópusambandsins (SSE...
Barentsráðið (e. Barents Euro-Arctic Council, BEAC) er vettvangur milliríkjasamstarfs um sameiginleg hagsmunamál Barentssvæðisins, þéttbýlasta svæðis á norðurslóðum með um 6 milljónir íbúa. Það var stofnað 11. janúar 1993 með Kirkenes-yfirlýsingunni. Meginmarkmið Barentsráðsins er að stuðla að sjálfbærri, efnahags...
Viðskiptastefnunefnd ESB (e. Trade Policy Committee) heyrir undir ráðið og í henni sitja fulltrúar allra aðildarríkjanna og framkvæmdastjórnarinnar. Hlutverk nefndarinnar er meðal annars að aðstoða framkvæmdastjórn sambandsins í fríverslunarviðræðum við önnur ríki eða ríkjahópa utan sambandsins, innan þess ramma s...
Milli 1958 og 1965 þurfti einróma samþykki allra aðildarríkja EBE, sex að tölu, við nær allar ákvarðanir. Mikil stækkun sambandsins síðan hefur ýtt undir kröfur um aukna skilvirkni í ákvarðanatöku stofnana. Tillögur um atkvæðagreiðslur með auknum meirihluta í stað neitunarvalds hafa þó iðulega verið umdeildar og n...
Mörg ríki heimsins hafa löngum verið ófús að hleypa ódýrum erlendum búvörum hömlulaust á markað innanlands. Ýmiss konar beinn og óbeinn stuðningur við landbúnað tíðkast því víða á vegum hins opinbera, bæði frá neytendum og skattgreiðendum. Í svarinu er þessi aðstoð borin saman milli landa og svæða og eins eftir tí...
Reglan um hlutfallslegan stöðugleika (e. principle of relative stability) er ein af grundvallarreglum sameiginlegrar sjávarútvegsstefnu ESB (e. Common Fisheries Policy). Henni er beitt við útdeilingu veiðiheimilda til aðildarríkja eftir að ákvarðanir um leyfilegan heildarafla hafa verið teknar í landbúnaðar- og sj...
Evrópska stöðugleikakerfið (e. European Stability Mechanism, ESM) er varanlegur sjóður evruríkjanna. Hlutverks hans er að að stuðla að stöðugleika á evrusvæðinu og veita evruríkjum í efnahagsvanda fjárhagsaðstoð. Evruríkin 17 eru öll aðilar að sjóðnum. Hlutur evruríkjanna í ESM-sjóðnum er reiknaður út frá mannfjöl...
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (e. International Monetary Fund, IMF), líkt og Alþjóðabankinn (e. World Bank), var stofnaður árið 1944 í kjölfar Bretton Woods fundarins, þar sem 49 af ríkustu löndum heims komu sér saman um leikreglur í alþjóðaviðskiptum.
Meginmarkmiðið með stofnun Alþjóðabankans og Alþjóðagjaldeyri...