Spurning

Norður-Atlantshafsráðið

Spyrjandi

Evrópuvefur

Svar

Norður-Atlantshafsráðið (e. North Atlantic Council, NAC) er helsti vettvangur ákvarðanatöku innan Norður-Atlantshafsbandalagsins (NATO). Ráðið mótar stefnu NATO, fylgist með rekstri verkefna á vegum bandalagsins, samþykkir fjárhagsáætlanir þess og tekur allar helstu ákvarðanir sem tryggja eðlilega starfsemi stofnunarinnar.

Ráðið fundar í ólíkum samsetningum, þannig funda fastafulltrúar aðildarríkjanna gagnvart NATO að minnsta kosti vikulega í ráðinu á meðan utanríkis- og varnarmálaráðherrar aðildarríkjanna hittast í ráðinu á ráðherrafundum NATO sem haldnir eru að jafnaði tvisvar sinnum á ári. Þegar leiðtogafundir NATO (e. NATO summits) eru haldnir, funda þjóðhöfðingjar og forystumenn ríkisstjórna aðildarríkjanna einnig í Norður-Atlantshafsráðinu.

Fundir Norður-Atlantshafsráðsins eru skipulagðir af fagnefndum NATO og framkvæmdastjóri bandalagsins stýrir fundunum. Allar ákvarðanir Norður-Atlantshafsráðsins eru teknar með einróma samþykki.

Við þetta svar er engin athugasemd Fela