Spurning
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn
Spyrjandi
Evrópuvefur
Svar
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (e. International Monetary Fund, IMF), líkt og Alþjóðabankinn (e. World Bank), var stofnaður árið 1944 í kjölfar Bretton Woods fundarins, þar sem 49 af ríkustu löndum heims komu sér saman um leikreglur í alþjóðaviðskiptum. Meginmarkmiðið með stofnun Alþjóðabankans og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins var að fyrirbyggja sveiflur í alþjóðahagkerfinu og koma í veg fyrir fjárhagskreppur ríkja. Þau lönd sem óska eftir aðild að Alþjóðabankanum eru skyldug til að vera einnig aðili að Alþjóðagjaldeyrissjóðnum en alls eru 187 ríki aðilar að sjóðnum. Hefð er fyrir því að stjórnarformaður Alþjóðagjaldeyrissjóðsins sé evrópskur en bankastjóri Alþjóðabankans sé bandarískur. Frá stofnun hefur meginmarkmið sjóðsins verið að efla alþjóðlega samvinnu í gjaldeyrismálum, stuðla að stöðugu gengi mynta og greiða fyrir frjálsum gjaldeyrisviðskiptum í heiminum. Sjóðurinn metur efnahagsástand í aðildarríkjum sínum árlega. Starfsemi sjóðsins er einkum þrenns konar:- Hann hefur eftirlit með efnahagsmálum aðildarríkja sjóðsins og alþjóðahagkerfinu í heild.
- Hann veitir aðildarríkjum tæknilega aðstoð.
- Hann veitir aðildarríkjum í greiðsluerfiðleikum lán.
Um þessa spurningu
Dagsetning
Útgáfudagur31.8.2012
Flokkun:
Efnisorð
AGS Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn alþjóðaviðskipti Alþjóðabankinn Bretton Woods IMF efnahagsmál gjaldeyrismál stöðugt gengi mynta efnahagsástand kreppa
Tilvísun
Evrópuvefur. „Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn“. Evrópuvefurinn 31.8.2012. http://evropuvefur.is/svar.php?id=63149. (Skoðað 6.12.2024).
Höfundur
Prenta
Senda
Við þetta svar er engin athugasemd
Fela