Spurning
Evrópska stöðugleikakerfið
Spyrjandi
Evrópuvefur
Svar
Evrópska stöðugleikakerfið (e. European Stability Mechanism, ESM) er varanlegur sjóður evruríkjanna. Hlutverks hans er að að stuðla að stöðugleika á evrusvæðinu og veita evruríkjum í efnahagsvanda fjárhagsaðstoð. Evruríkin 17 eru öll aðilar að sjóðnum. Hlutur evruríkjanna í ESM-sjóðnum er reiknaður út frá mannfjölda og landsframleiðslu viðkomandi ríkja, á sama hátt og eignarhlutur þeirra í Seðlabanka Evrópu. Sjóðurinn hefur lánveitingarvald upp á 500 milljarða evra. Lánveitingum fylgja skýr skilyrði um umbætur í efnahags- og ríkisfjármálum með það að markmiði að tryggja sjálfbærni ríkisfjármála og bætta samkeppnisstöðu hagkerfanna. Auk þessa hefur sjóðurinn heimild til þess að lána bönkum á evrusvæðinu beint. Þannig á hann að minnka þau nánu tengsl sem hafa verið milli banka og ríkissjóða í Evrópu. Ákvörðun um stofnun björgunarsjóðsins var tekin í október 2010. Frá og með 1. júlí 2013 leysti ESM-sjóðurinn af hólmi forvera sinn Evrópska fjármálastöðugleikasjóðinn (e. European Financal Stability facility, EFSF) og munu nú öll neyðarlán fara í gegnum ESM-sjóðinn ef þeirra er þörf. Sjóðurinn veitti Kýpur 9 milljarða neyðarlán í mars 2013.Um þessa spurningu
Dagsetning
Útgáfudagur20.9.2013
Flokkun:
Efnisorð
Evrópska stöðugleikakerfið ESM European Stability Mechanism evruríkin Evrópski fjármálastöðugleikasjóðurinn EFSF ESB-ríkin
Tilvísun
Evrópuvefur. „Evrópska stöðugleikakerfið“. Evrópuvefurinn 20.9.2013. http://evropuvefur.is/svar.php?id=65864. (Skoðað 9.9.2024).
Höfundur
Prenta
Senda
Við þetta svar er engin athugasemd
Fela