Leit á vefnum

Einföld leit

Leitað að e-s������������������garettur - 346 svör fundust
Niðurstöður

Öryggisráð SÞ

Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna (e. Security Council of the United Nations) var stofnað á grundvelli stofnsáttmála Sameinuðu þjóðanna og hóf störf 17. janúar 1946. Samkvæmt 24. grein stofnsáttmálans ber öryggisráðið ábyrgð á því að viðhalda friði og öryggi á alþjóðavettvangi. Aðildarríki öryggisráðsins eru fimmt...

Hvar finn ég íslenska þýðingu á helstu hugtökum ESB?

Þýðingar á hugtökum tengdum Evrópusambandinu er einna helst að finna á heimasíðu Þýðingamiðstöðvar utanríkisráðuneytisins. Þá var orðasafninu Alþjóðastjórnmál og stjórnmálafræði nýverið bætt við orðabanka Íslenskrar málstöðvar. Heildarútgáfa orðasafnsins verður gerð aðgengileg á pdf-formi í október 2011. Þessu til...

Transparency International

Transparency International eru alþjóðleg samtök sem stofnuð voru árið 1993 og berjast gegn spillingu um allan heim. Aðalstöðvar samtakanna eru í Berlín í Þýskalandi en sérstakar landsdeildir starfa á vegum þeirra í um það bil 100 löndum. Markmið samtakanna er að ná langtímaárangri í baráttunni gegn spillingu en...

Samstarfsvettvangur ESB og nágrannaríkja þess í austri

Samstarfsvettvangur Evrópusambandsins og nágrannaríkja þess í austri (e. Eastern Partnership) var stofnaður á fundi leiðtoga ESB og sex nágrannaríkja þess í Austur-Evrópu og Suður-Kákasus í Prag árið 2009. Samstarfinu er ætlað að efla efnahagslegt og stjórnmálalegt samband ESB og samstarfsríkjanna; Armeníu, Aserba...

Samstarfsráð Arabaríkjanna við Persaflóa

Samstarfsráði Arabaríkjanna við Persaflóa (e. Co-Operation Council for the Arab States of the Gulf, CCASG) eða „Flóaráðinu“ eins og það er yfirleitt kallað var komið á fót árið 1981. Aðildarríki ráðsins eru Sameinuðu arabísku furstadæmin, Konungsríkið Barein, Konungsríkið Sádi-Arabía, Soldánsveldið Óman, Katar og ...

Eru til dæmi um varanlegar undanþágur eins og já-sinnar vilja meina að við getum fengið í aðildarviðræðum við ESB?

Til eru nokkur dæmi um að nýju aðildarríki að Evrópusambandinu hafi í aðildarsamningi verið veitt varanleg undanþága frá tiltekinni réttarreglu sambandsins. Dæmin eru fá og vísbendingar eru um að þeim fari fækkandi. Algengara er að komið sé til móts við mikilvæga hagsmuni nýs aðildarríkis með tímabundnum undanþágu...

Sameiginlega EES-nefndin

Sameiginlega EES-nefndin (e. EEA Joint Committee) er helsti samstarfsvettvangur aðila samningsins um Evrópska efnahagssvæðið. Hlutverk nefndarinnar er að tryggja virka framkvæmd EES-samningsins og taka ákvarðanir um hvaða regluverk Evrópusambandsins heyri undir gildissvið hans. Nefndin skal taka samhljóma ákvarðan...

Hverjir eiga Seðlabanka Evrópu? - Myndband

Seðlabanki Evrópu er hlutafélag og eru seðlabankar aðildarríkja ESB, fyrir hönd ríkja sinna, eigendur alls hlutafjár bankans. Evruríkin sautján eru eigendur 70% af heildarhlutafénu en aðildarríkin tíu sem ekki hafa tekið upp evru eiga 30% hlut í bankanum. Hlutur aðildarríkjanna í heildarhlutafé Seðlabanka Evrópu á...

Borgarafrumkvæði Evrópu

Með Lissabon-sáttmálanum tók gildi ákvæði um svonefnt Borgarafrumkvæði Evrópu (e. European Citizens' Initiative, ECI) (11. grein sáttmálans um Evrópusambandið). Samkvæmt því getur ein milljón ESB-borgara, frá í það minnsta sjö aðildarríkjum, óskað eftir því við framkvæmdastjórnina að hún leggi fram tiltekna tillög...

Sambandsborgari

Orðið sambandsborgari (e. citizen of the Union) er notað um ríkisborgara aðildarríkja Evrópusambandsins. Sambandsborgararéttur kemur til viðbótar við ríkisborgararétt í aðildarríki; einstaklingar sem hafa ríkisfang í aðildarríki ESB eru því einnig sambandsborgarar. Samkvæmt 2. mgr. 20 gr. sáttmálans um starfsh...

EFTA-ríkin

Núverandi EFTA-ríki eru Ísland, Liechtenstein, Noregur og Sviss. Fríverslunarsamtök Evrópu (e. European Free Trade Association, EFTA) voru stofnuð árið 1960 af Austurríki, Bretlandi, Danmörku, Noregi, Portúgal, Sviss og Svíþjóð. Noregur og Sviss eru einu ríkin sem eru eftir af stofnríkjunum sjö en hin ríkin haf...

Byggðaþróunarsjóður Evrópu

Byggðaþróunarsjóður Evrópu (e. European Regional Development Fund, ERDF) er stærstur uppbyggingarsjóða Evrópusambandsins. Honum var komið á fót árið 1975 samfara inngöngu fátækari landa í ESB, eins og Írlands, Spánar, Portúgals og Grikklands. Byggðaþróunarsjóður fjárfestir í smærri og meðalstórum fyrirtækjum með þ...

Hagstofa Evrópusambandsins

Hagstofa Evrópusambandsins (e. Eurostat) er staðsett í Lúxemborg og var stofnuð árið 1953 á tímum Kola- og stálbandalagsins. Stofnunin er samstarfsvettvangur Evrópuþjóða í hagskýrslumálum og heldur stofnunin utan um margþættar hagtölur aðildarríkja ESB, umsóknarríkja ESB og EFTA-ríkjanna á fjölmörgum sviðum efnaha...

Alþjóðahvalveiðiráðið

Alþjóðahvalveiðiráðið (e. The International Whaling Commission, IWC) var stofnað með alþjóðasamningi um stjórnun hvalveiða árið 1946. Upphaflega var ráðið samtök hvalveiðiþjóða og átti að vinna í þágu hagsmuna þeirra en í kjölfar hnignunar ýmissa hvalastofna urðu verndunar- og friðunarsjónarmið ríkjandi. Markmið ...

Eystrasaltsráðið

Eystrasaltsráðið (e. Council of the Baltic Sea States, CBSS) er samstarfsvettvangur ríkja sem eiga strönd að Eystrasalti, það er Danmerkur, Svíþjóðar, Finnlands, Eistlands, Lettlands, Litháens, Rússlands, Þýskalands og Póllands. Ísland, Noregur og Evrópusambandið eiga þó einnig aðild að ráðinu. Ráðið heldur árlega...

Leita aftur: