Spurning

Öryggisráð SÞ

Spyrjandi

Evrópuvefur

Svar

Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna (e. Security Council of the United Nations) var stofnað á grundvelli stofnsáttmála Sameinuðu þjóðanna og hóf störf 17. janúar 1946. Samkvæmt 24. grein stofnsáttmálans ber öryggisráðið ábyrgð á því að viðhalda friði og öryggi á alþjóðavettvangi.

Aðildarríki öryggisráðsins eru fimmtán talsins. Fimm þeirra - Bandaríkin, Bretland, Frakkland, Kína og Rússland - eiga fastafulltrúa í ráðinu og hafa neitunarvald í öllum málum sem ráðið tekur fyrir. Hinir fulltrúarnir tíu eru kjörnir af allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna til tveggja ára í senn. Ályktanir sem teknar eru á vettvangi öryggisráðsins þurfa stuðning níu fulltrúa ráðsins til að teljast samþykktar.

Ísland hefur einu sinni sóst eftir sæti í öryggisráðinu en það var fyrir tímabilið 2009-2010. Keppinautarnir úr hópi Vestur-Evrópuríkja voru Austurríki og Tyrkland og náði Ísland ekki kjöri.

Nánar er fjallað um öryggisráð Sameinuðu þjóðanna í svari við spurningunni Hvað er öryggisráð Sameinuðu þjóðanna og hver eru markmið þess?
Við þetta svar er engin athugasemd Fela