Spurning
Öryggisráð SÞ
Spyrjandi
Evrópuvefur
Svar
Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna (e. Security Council of the United Nations) var stofnað á grundvelli stofnsáttmála Sameinuðu þjóðanna og hóf störf 17. janúar 1946. Samkvæmt 24. grein stofnsáttmálans ber öryggisráðið ábyrgð á því að viðhalda friði og öryggi á alþjóðavettvangi. Aðildarríki öryggisráðsins eru fimmtán talsins. Fimm þeirra - Bandaríkin, Bretland, Frakkland, Kína og Rússland - eiga fastafulltrúa í ráðinu og hafa neitunarvald í öllum málum sem ráðið tekur fyrir. Hinir fulltrúarnir tíu eru kjörnir af allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna til tveggja ára í senn. Ályktanir sem teknar eru á vettvangi öryggisráðsins þurfa stuðning níu fulltrúa ráðsins til að teljast samþykktar. Ísland hefur einu sinni sóst eftir sæti í öryggisráðinu en það var fyrir tímabilið 2009-2010. Keppinautarnir úr hópi Vestur-Evrópuríkja voru Austurríki og Tyrkland og náði Ísland ekki kjöri. Nánar er fjallað um öryggisráð Sameinuðu þjóðanna í svari við spurningunni Hvað er öryggisráð Sameinuðu þjóðanna og hver eru markmið þess?Um þessa spurningu
Dagsetning
Útgáfudagur19.10.2012
Flokkun:
Efnisorð
Sameinuðu þjóðirnar allsherjarþingið friður öryggi fastaríki ályktanir Evrópusambandið Bandaríkin Bretland Frakkland Kína Rússland Ísland
Tilvísun
Evrópuvefur. „Öryggisráð SÞ“. Evrópuvefurinn 19.10.2012. http://evropuvefur.is/svar.php?id=63485. (Skoðað 14.9.2024).
Höfundur
Prenta
Senda
Frekara lesefni á Evrópuvefnum:
- Hversu sjálfstæð þjóð eru Íslendingar ef litið er til sjálfstæðisbaráttu, inngöngu í EES og hugsanlegrar inngöngu í ESB?
- Hvernig beitir ESB sér í refsiaðgerðum gegn Íran vegna meintra tilrauna þarlendra stjórnvalda til að koma upp kjarnorkuvopnum?
- Fréttamönnum verður tíðrætt um "alþjóðalög". Hvar situr það löggjafarþing er lögin setur? Á orðið sér einhverja stoð?
- Hvernig eru ákvarðanir um beitingu refsiaðgerða teknar á vettvangi Evrópusambandsins?
Við þetta svar er engin athugasemd
Fela