Spurning
Sambandsborgari
Spyrjandi
Evrópuvefur
Svar
Orðið sambandsborgari (e. citizen of the Union) er notað um ríkisborgara aðildarríkja Evrópusambandsins. Sambandsborgararéttur kemur til viðbótar við ríkisborgararétt í aðildarríki; einstaklingar sem hafa ríkisfang í aðildarríki ESB eru því einnig sambandsborgarar. Samkvæmt 2. mgr. 20 gr. sáttmálans um starfshætti ESB, veitir sambandsborgararétturinn borgurum Evrópusambandsins meðal annars:- Frelsi til að ferðast og dvelja á yfirráðasvæði aðildarríkja Evrópusambandsins.
- Atkvæðisrétt og rétt til að bjóða sig fram í Evrópuþings- og sveitarstjórnarkosningum í því aðildarríki ESB sem þeir eru búsettir, með sömu skilyrðum og eiga við um ríkisborgara þess ríkis.
- Rétt til að njóta, á yfirráðasvæði þriðja lands þar sem aðildarríki ríkisborgara er án fyrirsvars, verndar sendiráða og ræðisskrifstofa hvaða aðildarríkis ESB sem er, með sömu skilyrðum og eiga við um ríkisborgara þess ríkis.
- Rétt til að leggja beiðni fyrir Evrópuþingið og senda erindi til umboðsmanns Evrópusambandsins, sem og til stofnana og ráðgjafarnefnda sambandsins, á hvaða tungumáli sáttmálans sem er og fá svar á sama tungumáli.
Um þessa spurningu
Dagsetning
Útgáfudagur 6.7.2012
Flokkun:
Tilvísun
Evrópuvefur. „Sambandsborgari“. Evrópuvefurinn 6.7.2012. http://evropuvefur.is/svar.php?id=62903. (Skoðað 9.9.2024).
Höfundur
Prenta
Senda
Frekara lesefni á Evrópuvefnum:
Við þetta svar er engin athugasemd
Fela