Spurning

Hverjir eiga Seðlabanka Evrópu? - Myndband

Spyrjandi

Ritstjórn

Svar

Seðlabanki Evrópu er hlutafélag og eru seðlabankar aðildarríkja ESB, fyrir hönd ríkja sinna, eigendur alls hlutafjár bankans. Evruríkin sautján eru eigendur 70% af heildarhlutafénu en aðildarríkin tíu sem ekki hafa tekið upp evru eiga 30% hlut í bankanum. Hlutur aðildarríkjanna í heildarhlutafé Seðlabanka Evrópu ákvarðast út frá svokölluðum dreifingarlykli fyrir hlutafjáráskrift (e. key for capital subscription) og er reiknaður út frá íbúafjölda og vergri landsframleiðslu hvers ríkis. Seðlabanki Evrópu endurmetur þessa skiptingu á heildarhlutafé á fimm ára fresti sem og í hvert sinn sem nýtt ríki gerist aðili að Evrópusambandinu. Stærstu hluthafar bankans eru seðlabankar Þýskalands, Bretlands, Frakklands og Ítalíu.

This text will be replaced

Hægt er að lesa meira um eigendur Seðlabanka Evrópu í svörum Brynhildar Ingimarsdóttur við spurningunum Hverjir eru helstu eigendur Seðlabanka Evrópu og hvert er hlutverk hans við útgáfu evru? og Er Seðlabanki Evrópu einkabanki?

Myndbandið er einnig aðgengilegt á YouTube-síðu Evrópuvefsins. Myndbandið er unnið í samstarfi við Áttavitann.

Um þessa spurningu

Dagsetning

Útgáfudagur18.7.2012

Tilvísun

Brynhildur Ingimarsdóttir. „Hverjir eiga Seðlabanka Evrópu? - Myndband“. Evrópuvefurinn 18.7.2012. http://evropuvefur.is/svar.php?id=62855. (Skoðað 12.10.2024).

Höfundur

Brynhildur Ingimarsdóttiralþjóðastjórnmálafræðingur og fyrrverandi verkefnastjóri á Evrópuvefnum

Við þetta svar er engin athugasemd Fela